Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

Upplýsingar fyrir ferðamenn


 

Dalirnir liggja miðsvæðis milli Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra og henta því vel til ferðalaga, hvort sem er um að ræða í dagsferðir eða dvelja lengur í Dölunum og fara í dagsferðir þaðan. Einnig hefur verið mjög vinsælt að halda ættarmót í Dölunum.

 

Leiðir í Dali liggja um Álftafjörð, Heydal, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði, Steinadalsheiði og Gilsfjörð.

 

Dalirnir eru fyrst og fremst landbúnaðarhérað með tilheyrandi sveitamenningu.

 

Fjölbreytt fuglalíf er frá fjöru til fjalls og er haförn ekki óalgeng sjón víða um Breiðafjarðarsvæðið.

 

 

Saga Dalanna er vel skráð og varðveitt frá landnámi til þessa dags. Hér er m.a. sögusvið Laxdælu, Sturlungu, Skarðsverja.

 

Mörg skáld eiga uppruna sinn í Dölunum eða hafa dvalist hér um langan tíma, m.a. Júlíana Jónsdóttir, Stefán frá Hvítadal, Jóhannes úr Kötlum og Steinn Steinarr.

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Leifsbúð í Búðardal við smábátahöfnina. Sími: 434 1441 og netfangið info@dalir.is

 

Markaðsstofa Vesturlands