Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
9. mars 2015 21:42

Endurvinnslukort Dalabyggðar

Dalabyggð gerði fyrir nokkru samning við Náttúran.is um gerð endurvinnslukorts á vef Dalabyggðar. Er það nú komið á vefinn.

 

Tilgangur endurvinnslukortsins er að:

· fræða almenning um endurvinnslu

· hvetja fólk til að minnka magn óflokkaðs sorps í heimilistunnum

· gefa yfirlit um hvar á landinu er tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

 

Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela m.a. í sér eftirfarandi þjónustu:

• skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónustu svæðisins. Þ.e. sorptunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum

• sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtækis. Það vísar síðan á bestu leiðina að næstu móttökustöð og viðvaranir varðandi veður á leiðinni

• tengingu við ítarefni á endurvinnslukortinu yfir allt landið.

• efni er bæði á íslensku og ensku.