Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
18. ágúst 2017 10:00

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla

Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla fer fram þriðjudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00.


Klukkan 11:00 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 11:20 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:40 fyrir nemendur elsta stigs. 

 

Einnig minnum við á að í vetur samþykkti fræðslunefnd og síðar sveitastjórn að Auðarskóli myndi kaupa ritföng fyrir nemendur í 1. - 10. bekk skólaárið 2017-2018.


Með því er verið að bregðast við áskorun Velferðarvaktarinnar um að skólar greiði fyrir ritföng nemenda sem geymd eru í skólanum. Því verða ekki sendir út innkaupalistar fyrir næsta skólaár eins og undanfarin ár.


Skólinn mun kaupa penna, liti, stílabækur o.s.frv. fyrir nemendur.  Undanskilin eru íþróttaföt, sundföt  og reiknivélar fyrir nemendur á elsta stigi.

 

Auðarskóli