Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
2. október 2018 10:47

Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja

Alþjóðlegt átak verður í söfnun raftækja í október 2018 og hefur átakinu verið tileinkaður laugardagurinn 13. október. 

 

Rafeinda- og raftæki hafa skilað sér í of litlum mæli til endurvinnslu og því er nlásið til þessa átaks. Dýrmætar auðlindir eru notaðar við framleiðslu ýmis konar búnaðar sem er nauðsynlegt að ná úr tækjunum og endurnýta.

 

Um leið og einstaklingur kaupir tölvu, lyklaborð, síma, sjónvarp eða eitthvert það tæki sem telst til þessa úrgangsflokks greiðir kaupandinn úrvinnslugjald sem er í raun tollur sem á að standa undir úrvinnslu viðkomandi tækis þegar líftíma þess lýkur. Neytendur eru því búnir að greiða fyrir förgun og endurnýtingu tækjanna við kaupin og því er ærin ástæða til að koma þessum úrgangsflokki til endurvinnslu.

 

Úrvinnslusjóður heldur utanum átakið og taka fyrirtæki og sveitarfélög þátt í því að koma söfnun rafeinda- raftækja á framfæri. 

 

Myndband um umhverfisáhrif vegna ofnotkunar raftækja

 

Endurvinnslustöðin í Búðardal