Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
8. nóvember 2018 23:25

Um ýmsar trissur aðrar

Fjórir höfundar á ferð, lesa úr verkum sínum í fjósinu á Erpsstöðum, laugardaginn 10. nóvember kl 16. 
 

Fjósaskáldin frómu eru Auður Ava Ólafsdóttir Ungfrú Ísland, Bergsveinn Birgisson Lifandilífslækur, Bjarni M Bjarnason, Læknishúsið og Sigurbjörg Þrastardóttir Hryggdýr.


Höfundarnir munu vera með eintök til sölu og árita ef vel viðrar. Gott að hafa lausan pening meðferðis, eða eitthvað af þessum nýmóðins greiðsluöppum í símanum.


Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Klæðnaður er síðan eftir veðri og vindum.

Fjósaskáldin munu síðan halda för sinni áfram norður á bóginn og lesa upp sama dag kl. 20 á Restaurant Galdri á Hólmavík og á sunnudeginum 11. nóvember í Malarkaffi á Drangsnesi kl. 13.