Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
5. febrúar 2019 15:16

Slátrun og úrvinnslu nær heimabyggð

Freydís Dana Sigurðardóttir fagsviðstjóri neytendaverndar hjá Mast mun flytja fyrirlestur um hvernig færa má slátrun og úrvinnslu nær heimabyggð. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 13. febrúar kl. 15:30-17:30 í handverkshúsinu Króksfjarðarnesi og er miðaður við bændur í Dölum, á Ströndum og í Reykhólasveit. Gert er ráð fyrir góðum tíma til spurninga og umræðna.

 

Er þetta annar fyrirlesturinn á vegum Vestfjarðastofu um heimavinnslu. Þann 2. janúar var Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi með fyrirlestur á Hólmavík um sölu beint af býli og samskipti við viðskiptavini. Nokkur hópur mætti þar, en þeim sem vilja frétta meira af þeim fundi er bent á að hafa samband við Maríu Maack hjá Vestfjarðastofu, netfangið er maria (hjá) vestfirdir.is.

 

Þá er Fræðslumiðstöð Vestfjarða að undirbúa námskeið í kjötvinnslu.