Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
7. febrúar 2019 07:30

Tjaldsvæði

Dalabyggð auglýsir eftir aðila til að reka tjaldsvæðið í Búðardal. Mikilvægt er að viðkomandi hafi haldbæra þekkingu og/eða reynslu sem nýtist vel til reksturs í ferðaþjónustu, s.s. tungumálakunnáttu, reynslu af þjónustustörfum og ríka þjónustulund.

 

Með umsókn skal fylgja greinargerð varðandi rekstrarfyrirkomulag. Skilmálar sem einkum verður litið til við val á rekstraraðila eru

-      tillaga að samningsákvæðum

-      áform umsækjanda um þjónustu á svæðinu og starfsmannahald

-      reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu

 

Gert er ráð fyrir opnun og þjónustu við tjaldsvæðið allt árið. Rekstraraðili tekur að sér allt utanumhald með rekstrinum, m.a. kynningar- og markaðsmál, samskipti og þjónustu við gesti, þrif og umsjón með viðhaldi aðstöðunnar. Rekstraraðili skilar gistináttaskýrslum til Hagstofunnar og stendur skil á gistináttaskatti.

 

Stefnt er að því að semja við viðkomandi aðila til allt að þriggja ára, með möguleika á framlengingu til tveggja ára.

 

Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið dalir@dalir.is, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 28. febrúar 2019. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Upplýsingar veita ferðamálafulltrúi Dalabyggðar (ferdamal @dalir.is) og Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitrarfélaga á Vesturlandi (olisv @ssv.is).

 

Upplýsingar um tjaldsvæði

 

Umsókn

Fjárhagsáætlun