Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
7. febrúar 2019 08:00

Eiríksstaðir - Ertu víkingur?

Dalabyggð óskar eftir aðila til að sjá um rekstur Eiríksstaða í Haukadal. Mikilvægt er að viðkomandi sé vel mæltur á íslensku og ensku, hafi gaman að mannlegum samskiptum og áhugasamur um að þjónusta ferðamenn. Ekki spillir að hafa þekkingu á sögunni og áhuga á að miðla henni.  

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnþekkingu á markaðssetningu á samfélagsmiðlum, sem er áhrifamesti kynningarmáti fyrir starfsemi sem þessa. Búseta í Dalabyggð er kostur.

 

Árlegur opnunartími Eiríksstaða verður frá 1. maí til 30. september og gjarnan yfir veturinn eftir því sem eftirspurn gefur tilefni til. Salernisaðstaða er opin allt árið og fólk kemur við á Eiríksstöðum, eftir því sem færð leyfir, árið um kring. Bókanir eru þegar hafnar en flestir af gestum Eiríksstaða koma þó á eigin vegum, en ekki í skipulögðum hópum.

 

Á Eiríksstöðum hefur verið seld leiðsögn um tilgátuhús Eiríks rauða, sagðar sögur af víkingum og seldir minjagripir. En einnig má bæta við annarri þjónustu ef nýr rekstraraðili hefur hug á.

 

Gert er ráð fyrir að samið verði um reksturinn til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar.

 

Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið dalir@dalir.is, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 28. febrúar 2019. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Upplýsingar veita sveitarstjóri Dalabyggðar (sveitarstjori@dalir.is) og Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitrarfélaga á Vesturlandi (olisv@ssv.is).

 

Eiríksstaðir - upplýsingar

 

Umsókn

Fjárhagsáætlun