Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
10. janúar 2020 11:30

Vetrarsól á Ströndum 17. - 19. janúar

Helgina 17.-19. janúar verður Vetrarsól á Ströndum haldin í annað sinn. Á dagskrá eru m.a. ukulelenámskeið, söngnámskeið, stemmur, tónleikar og fleira.

 

Ukulelenámskeið

Svavar Knútur söngvaskáld býður upp á Ukulelenámskeið fyrir börn og fullorðna vikuna 13.-17. janúar í gömlu flutstöðinni á Hólmavík. Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði ukuleleleiks og kennt grunngrip og spilatækni. Ennfremur læra nemendur nokkur lög til að flytja fyrir vini og vandamenn á lokatónleikum sem fara fram í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 18. janúar.

 

Pöbbarölt

Föstudaginn 17. janúar er mæting kl. 19:30 í Hnyðju og rölt þaðan saman á milli kráa á Hólmavík. Spennandi drykkir og viðburðir. Viðkomustaðir eru Hnyðja, Gistihús Hólmavíkur, Kaffi Riis, Kaffi Galdur. Sýningaropnun Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu, nemendur spila, Leikfélag Hólmavíkur, Dúllurnar og Pub quiz.

 

Söngnámskeið í Tónskóla Hólmavíkur

Laugardagurinn 18. janúar kl. 10-12:00 heldur Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona námskeið í söng fyrir styttra og lengra komna. Nánari upplýsingar hjá Jóhönnu á netfanginu johannaosk[@]gmail.com

 

Bábiljur og bögur í baðstofunni

Laugardaginn 18. janúar kl. 14-15:30 verður notaleg samvera í ,,baðstofunni" í Sævangi. Fólk getur unnið við eigið handverk. Vöfflur og kaffi selt á staðnum. Afkomandi frá Víðidalsá kveður ,,Stemmur af Ströndum", sagnamaðurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir mætir. Samsöngur, krakkar kveða, Ása Ketilsdóttir fer með þulur, Jóhanna Ósk og Bragi Þór Valsbörn syngja.

 

Tónleikar í Hólmavíkurkirkjunni

Laugardaginn 18. janúar kl. 20 verða tónleikar í Hólmavíkurkirkju. Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika ásamt strengjatríói sem samanstendur af Írisi Dögg Gísladóttur, Jóhönnu Ósk Valsdóttur og Kristínu Lárusdóttur. Notaleg stemning og kertaljós. Miðaverð er 2.500 kr.

 

Söguganga og súpa

Sunnudaginn 19. janúar kl. 11 byrjar söguganga og súpa frá Galdrasýningunni. Jón Jónsson þjóðfræðingur segir frá ýmsu fróðlegu eins og honum einum er lagið í skemmtilegri og léttri göngu. Eftir gönguna verður hægt að kaup heita og góða súpu og brauð á Galdrasýningunni.

 

Forfeðranna minnst
Vetrarsól á Ströndum endar sunnudaginn 10. janúar kl. 13 með að forfeðranna verður minnst við stutta athöfn í kirkjugarðinum á Hólmavík. Kveikt verður á kertum, sungið og trompetleikur.

 

Vetrarsól á Ströndum - fb-síða