Strandamenn á ferð

DalabyggðFréttir

Sauðfjárbændur í Strandasýslu eru nú á ferð um vestanverða Dali að skoða sauðfjárbú. Ferðin hefur þó ekki gengið áfallalaust.
Hrútfirðingar urðu olíulausir í Laxárdalnum og skemmtu Norðanmenn sér vel yfir því. En þeim var ekki eins skemmt þegar rútan þeirra bilaði í Saurbænum og urðu þeir að senda eftir „nýrri“ frá Hólmavík.
Þeir munu keyra fyrir Strandir og koma við á Kjarlaksvöllum, Ytri-Fagradal, Klifmýri, Geirmundarstöðum, Lyngbrekku, Rauðbarðarholti og Magnússkógum.
Myndir frá viðkomu þeirra í Ytri-Fagradal eru í myndasafni Dalabyggðar. Þar var komið við, búið skoðað og spjallað við ábúendur.
Enginn Strandamaður gleymdist þar á bæ, en Tátu gömlu tíkinni á bænum leist svo vel á Strandamennina að hún gerði heiðarlega tilraun að gerast laumufarþegi norður á Strandir.

Rúta Strandamanna
hundahreinsuð

Önnur umferð í rútu hjá norðanmönnum
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei