Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Menningar- og ferðamálanefnd, fundur nr. 57

Dags. 23.3.2017

57. fundur Menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar
haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 23. mars 2017
og hófst hann kl. 14:00


Fundinn sátu:
Valdís Gunnarsdóttir formaður, Ólafur Skagfjörð Gunnarsson aðalmaður, Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður, Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður, Svana Hrönn Jóhannsdóttir aðalmaður og Bjarnheiður Jóhannsdóttir embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.  Kynningarmál ferðaþjónustu - 1702016

Staða verkefnisins kynnt.

 

Bjarnheiður kynnti nefndinni stöðu kynningarmála, sagði frá heimsókn teiknara og lýsti þeim leiðum sem farið verður. Gert er ráð fyrir að kynningarefni verði tilbúið seinni hluta maímánaðar.
 


3.  Jörfagleði 2017 - 1609023

Svana kynnir stöðu verkefnisins.

 

Dagskráin er að mótast og lítur út fyrir að hún verði býsna fjölbreytt. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við Svönu ef þeir hafa hugmyndir að dagskrárliðum.
 


4.  Leyfi til ráðstöfunar bóka í Tjarnarlundi - 1703022

Viðar Ólafsson óskar eftir formlegu leyfi til að ráðstafa bókum af Héraðsbókasafni, í tengslum við uppsetningu á framleiðslueldhúsi í Tjarnarlundi.

 

Þar sem um er að ræða bækur sem þegar eru til mörg eintök af í bókasafninu tekur nefndin vel í erindið.
 


5.  Húsbílar í þéttbýli - 1703025

Nokkur brögð eru að því að húsbílar leggi innan þéttbýlisins, án þess að vera á tjaldstæði.

 

Eftir umræðu var ákveðið að fresta málinu og fela Bjarnheiði að kanna með hvaða hætti er réttast að bregðast við.
 


2.  Fréttir frá ferðamálafulltrúa - 1612017

Ferðamálafulltrúi kynnir stöðu verkefna sinna.

 

Helstu verkefni ferðamálafulltrúa eru:


Kynningarmál ferðaþjónustuaðila.

 
Skilti - umsjón með gerð upplýsignaskilta í sveitarfélaginu.

 
DMP stefnumótun - seta í verkefnishóp á Vesturlandi.


Sjálfboðaliðar - Sótt hefur verið um að fá sjálfboðaliða frá Seeds til að vinna að stígagerð og fleira í sveitarfélaginu.

 
Leifsbúð ? gullaldarsýning - vinna við fjárhagsáætlun og fjármögnun verkefnisins.


Þjónustubók í smíðum, sem gagnast á ferðaþjónustuaðilum í Dalabyggð.


Upplýsingagjöf um fjármögnun og leyfismál til fyrirtækja í ferðaþjónustu.


Námskeið um þjónustu við ferðamenn sem halda á í vor.
 

 

Stefnt er að fundi nefndarinnar miðvikudaginn 26. apríl, kl 14.00.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30Til baka