Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 79

Dags. 5.4.2017

79. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 5. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Sigurður Bjarni Gilbertsson formaður, Eva Björk Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Unnur Ásta Hilmarsdóttir varamaður, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri og Sesselja Árnadóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, Sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  Auðarskóli - Skólastarf 2016-2017 - 1609004

Hlöðver fer yfir starfsemi Auðarskóla.

 

Fram kom m.a. að skólapeysur hafa verið keyptar og vinaliðar fóru í ferð.

 

Mentor námskeið varðandi aðalnámskrá var haldið og kynning var fyrir foreldra á námsmati.

 

Nýsköpunarnámskeið var haldið, skólaheimsókn á Furuhlíð og Hraunborg heimsótti leikskólann.

 

Starfsmenn fóru helgarferð að Laugum í Sælingsdal.

 
Skólinn kom fram í krakkafréttum og námskeið var haldið um hegðan og líðan.

 

Bollu-,sprengi- og öskudagur voru með hefðbundnu sniði.


Konudagskaffi var á leikskólanum og hæfileikakeppni haldin í grunnskóla.

 
Samræmd próf fóru fram með nýju sniði og gengu vel að mati skólastjóra.

 
Kynning var á geðheilsu unglinga og foreldraviðtöl fóru fram í grunnskólanum.

 
Námskynning var hjá Menntaskólanum í Borgarnesi og stærðfræðikeppni Vesturlands á Akranesi.


Unnið hefur verið að skóladagatali og TRAS námskeið haldið.


Tónfundur var í tónlistarskóladeild og árshátíð undirbúin.
 


2.  Auðarskóli - Skóladagatöl 2017-2018 - 1704001

Hlöðver skólastjóri skýrði skóladagatöl leik-, tónlistar- og grunnskóladeildar.


Leikskóladeild:
Starf eftir sumarleyfi hefst 31.júlí 2017. Sex starfsdagar eru á skólaárinu. Færri atburðir settir inn á dagatalið en áður og lítið um aðrar breytingar.

 

Grunnskóla og tónlistadeild:
Fyrsti skipulagsdagur verður 15.ágúst 2017 og skólasetning verður 22.ágúst.
Foreldraviðtalsdagar 11.okt. og 10.jan.
Nokkrir dagar eru reiknaðir tvöfaldir.
Jólatónleikar verða haldnir í tónlistarskóladeild.

 

Fræðslunefnd samþykkir fram lögð skóladagatöl.
 


3.  Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskólanna 2015-16 - 1703021

Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2015-2016 lögð fram til kynningar.
 


4.  Æskulýðsráð - framkvæmd stefnumótunar - 1703012

Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis dags 28. febrúar 2017 ásamt
stefnumótun Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum lögð fram til kynningar.
 


5.  Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum - 1704002

Tölvupóstur mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 7. mars 2017 ásamt
upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016.


Lagt fram til kynningar.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15Til baka