Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 188

Dags. 11.4.2017

188. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 11. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:45


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson varamaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Jóhannes Haukur Hauksson oddviti sat fundinn að hluta.

 

Dagskrá:

 

1. Gjaldskrár - 1701006

Lögð fram gjaldskrá fyrir Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún fyrir árið 2017 þar sem gert er ráð fyrir vísitöluhækkun skv. ákvörðun sveitarstjórnar.


Byggðarráð samþykkir fram lagða gjaldskrá.

 

2. Grassláttur og hirða - verksamningur - 1704009

Byggðarráð samþykkir að framlengja núverandi samningi við BS þjónustuna um tvö ár með smávægilegum breytingum.

 

3. Umsókn um námsvist - 1704006

Reykjavíkurborg hefur með bréfi dags. 28. mars 2017 samþykkt að barn með lögheimili í Reykjavík fái að stunda nám í Auðarskóla í Dalabyggð skólaárið 2016-2017

 

Byggðarráð samþykkir skólavistina.

 

4. Framkvæmdir - 1703009

Sveinn fer yfir stöðu undirbúnings framkvæmda.

 

5. Íbúafundur 2017 - 1704010

Sveitarstjóri leggur fram gögn til kynningar.

 

6. Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1612032

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna beiðni Björgunarsveitarinnar Óskar kt.620684-0909 um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Jörfagleði sem halda á í Dalabúð, Búðardal 22. apríl 2017.

 

Sigurður Bjarni víkur af fundi.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði gefið út.

 

Sigurður Bjarni kemur inn á fundinn.

 

7. Frumvörp til umsagnar - 1703011

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.

 

Byggðarráð mælir með því að frumvarpið verði samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05Til baka