Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 74

Dags. 15.5.2017

74. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. mí 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson formaður, Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður, Sigurður Bjarni Gilbertsson varamaður og Kristján Ingi Arnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Ingi Arnarsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að dagskrá verði bætt málum nr. 1705021 og 1612014.

 

Dagskrá:

 

2.  Sumarhús, Þurranes - stöðuleyfi - 1705018

Sótt um stöðuleyfi fyrir sumarhús á jörðinni Þurranes í Saurbæ. Þetta er fjórða húsið sem kemur á jörðina en unnið er að deiliskipulagi fyrir frístundasvæði. Sótt verður um byggingarleyfi fyrir húsið þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir húsið frá 15. maí til 31. desember 2017, enda liggi þá fyrir staðfest deiliskipulag.
 


3.  Stofnun lóðar úr Hlíð - Gildubrekkur - 1705019

Svavar M Jóhannsson og Rakel M Hansdóttir sækja um að stofna og gera landskipti fyrir lóð úr jörðinni Hlíð í Hörðudal. Í framhaldi verður unnið deiliskipulag fyrir frístundasvæði á lóðinni.

 

Nefndin samþykkir stofnun og landskipti fyrir lóðina Gildubrekkur úr jörðinni Hlíð, sbr fyrirliggjandi lóðaruppdráttur. Vinna þarf deiliskipulag fyrir svæðið áður en sótt er um byggingarleyfi.
 


4.  Frisbígolfvöllur í Búðardal - uppsetning - 1705020

Dalabyggð sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á frisbígolfvelli í Búðardal. Lögð fram tillaga að legu brauta sem byrja við grunnskólann og fara réttsælis um dalinn framhjá mjólkursamsölunni og myllunni og endar við strandblakvöllinn.

 

Tillaga að legu braut yfirfarin og samþykkt. Lagt til að hún verði kynnt íbúum nærliggjandi húsa áður en búnaður er settur upp.
 


5.  Umsókn um leyfi - smáhýsi við The Castle - 1705016

Jóhannes H. Hauksson sækir um leyfi til sölu gistingar í flokki II, minni gistiheimili, fyrir herbergi og smáhýsi að Brekkuhvammi 1.

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út. Áform um gistirekstur voru skýrð í grenndarkynningu þegar byggingarleyfi var veitt og bárust engar athugasemdir.
 


6.  Umsagnarbeiðni - Brekkuhvammur 12 - 1705021

Gaflfell ehf. sækir um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúðir, að Brekkuhvammi 12.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt með fyrirvara um að ekki verði gerðar athugasemdir í grenndarkynningu. Umsækjanda er bent á að í gildi er deiliskipulag fyrir Brekkuhvamm 12-16.
 


7.  Hleðslustöð fyrir rafbíla - 1612014

Lagt til að settur verði upp stoðveggur á graseyju milli bílastæðis stjórnsýsluhúss og slökkvistöðvar.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við nýja tillögu að staðsetningu hleðslustöðvar.
 


1.  Sjóvarnaskýrsla 2017 - 1704014

Vegagerðin óskar eftir umsóknum um gerð eða styrkingu sjóvarna þar sem mannvirki eru í hættu vegna ágang sjávar.

 

Málið lagt fram til kynningar, vísað til sveitarstjórnar.
 


8.  Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2017-2026 - 1705005

Matsáætlun Landsnets vegna kerfisáætlunar 2017-2026, lagt fram til kynningar.

 

Matsáætlun lögð fram til kynningar.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

 

 Til baka