Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 148

Dags. 16.5.2017

Hljóðupptaka fundarins:

 

148. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,

16. maí 2017 og hófst hann kl. 18:50


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Halla Steinólfsdóttir varaoddviti og Valdís Gunnarsdóttir boðuðu forföll og þeir varamenn sem náðist í gátu ekki mætt.

 

Oddviti leggur til að á dagskrá verði bætt eftirfarandi málum: 1705021, umsagnarbeiðni Sýslumanns 1703004F, fundargerð 74. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar. 1705019 Stofnun lóðar, frá umhverfis- og skipulagsnefnd 1704014 Sjóvarnaskýrsla, vísað fram umhverfis- og skipulagsnefnd og 1705001 frumvörp til umsagnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Dagskrá:

 

1.  Fjárhagsáætlun 2017 - Viðauki 1 - 1705009

Frá 189. fundi byggðarráðs.
Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017.
Áhrif viðauka á rekstur eru jákvæð um 6,4 millj. kr. og breyting á fjárfestingu í A- og B- hluta er hækkun um 11,5 millj. kr. Útgjaldaauka er mætt með lækkun á handbæru fé.


Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að lagfæra bílastæði austan Auðarskóla við tjaldsvæði og að koma upp nýjum heitum potti við sundlaugina á Laugum.

 

Einnig er gert ráð fyrir framlagi til skipulags- og byggingarmála vegna ný starfs umsjónarmanns framkvæmda og eldvarnareftirlits.

 
Byggðarráð leggur til að framlög Fjarskiptasjóðs 8,68 mkr og byggðastyrkur 5,8 renni óskipt til Dalaveitna ehf sem fjárfestingarframlag.

 
Sveitarstjórn hefur áður samþykkt 10 mkr hlutafé til Dalaveitna auk 0,5 mkr stofnframlags.


Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn auki hlutafé um 5 millj. kr. til viðbótar við fyrri ákvörðun.


Þetta er í samræmi við nýja rekstraráætlun Dalaveitna frá því í apríl 2017, vegna umsóknar um vsk. númer fyrir Dalaveitur.

 
Yfirlit um áhrif viðaukans á upphaflegu áætlun er lögð fram.
 


2.  Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031

Lagt til að ráðið verði í starf umsjónarmanns framkvæmda og eldvarnaeftirlits með eða án samvinnu við nágrannasveitarfélög. Ráðið verði tímabundið til ársloka 2017 meðan viðræðum við nágrannasveitarfélög verður fram haldið.

 

Ingveldur víkur af fundi.

 

Tillagan samþykkt í einu hljóði.

 

Ingveldur kemur inn á fundinn.
 


3.  Veiðifélag Laxdæla - 1704018

Á aðalfundi Veiðifélags Laxdæla 29. apríl sl. var Jóhannes Haukur Hauksson kosinn í stjórn félagsins.

 

Jóhannes víkur af fundi Eyþór formaður byggðarráðs tekur við stjórn fundarins.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn veitir Jóhannesi Hauki Haukssyni kt. 270562-3619 fullt og ótakmarkað umboð til þess að starfa í stjórn Veiðifélags Laxár kjörtímabilið 2017 - 2020 í umboði Dalabyggðar, sem eigenda að jörðinni Fjósum.

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Jóhannes kemur inn á fundinn og tekur við stjórn.
 


4.  Íþróttamannvirki - skýrsla undirbúningshóps - 1703010

Undirbúningshópur vegna byggingar íþróttamannvirkja í Búðardal var skipuð á 141. fundi sveitarstjórnar í október 2016. Hópurinn hefur nú skilað skýrslu sinni.
Hópurinn komst að samkomulagi um að heppilegasta staðsetning fyrir mannvirkin verði á reitnum sunnan við leikskólann. Til grundvallar er nálægð við grunn- og leikskólann, fráveita til staðar, möguleiki til stækkunar í framtíðinni og næg bílastæði.

 
Nefndin leggur til að gólfflötur íþróttahússins verði 19 X 32 metrar (löglegur körfuboltavöllur), mikilvægt er að í hönnunarferlinu verið skoðaðir vel möguleikar til stækkunar í framtíðinni með tilliti til breikkunar eða lengingar.

 
Hópurinn telur að æskilegt sé að sundlaug verði að lágmarki 16,67 X 8 metrar og að besti kosturinn sé að hafa þessa sundlaug inni. Til grundvallar er að sundlaugin er kennslulaug fyrst og fremst og þar af leiðandi margfalt betri nýting í kennslu.

 

Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Eyþór.


Oddviti þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu og áhugaverðar tillögur.

 

Lagt til að byggðarráði verði falið að gera tillögu að næstu skrefum i ferlinu.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


5.  Styrkumsókn v/viðhalds á Sauðafellskirkjugarði - 1704021

Sóknarnefnd Kvennabrekkukirkju óskar eftir styrk að upphæð 1,5 millj.kr. til endurgerðar á grjótgarði við Sauðafellskirkjugarð. Verkið er þegar hafið og er kostnaður áætlaður 3,5 millj. kr. á því sem eftir er.

 

Kirkjugarðaráð og samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði 29. júní 2007 þar sem kveðið er á um skyldur sveitarfélaga annars vegar og kirkjugarðsstjórna hins vegar.

 
Samkvæmt reglunum skal sveitarfélag láta í té hæfilegt landsvæði undir kirkjugarð og efni í girðingu umhverfis hann.

 

Lagt til að erindinu verði hafnað.

 

Samþykkt í einu hljóði.


 


6.  Úthlutun stofnframlaga 2017 - 1705007

Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög vegna fyrri úthlutunar ársins 2017. Sjóðurinn mun eingöngu úthluta til nýbygginga að þessu sinni.

 

Íbúðalánasjóður býður sveitarfélaginu að óska eftir kynningu á gerð húsnæðisáætlana en samþykkt húsnæðisáætlun er ein af forsendum þess að sveitarfélögum standi til boða að fá stofnframlög.

 

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir fundi með Íbúðalánasjóði.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


7.  Skólaakstur 2017-2019 - 1705012

Samningar um skólaakstur renna út í lok skólaárs.

 

Tillaga: Sveitarstjóra verði falið að bjóða núverandi bílstjórum að endurnýja samninga til tveggja ára.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


8.  Reglur um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða - 1705015

Samkvæmt 24. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr. 375/2016 skal sveitarstjórn setja reglur um opnunartíma veitingastaða.

 

Lögð fram drög að reglum um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða.

 

Lagt til að sveitarstjórn samþykki reglurnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


9.  Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2017-2026 - 1705005

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Með tölvupóst dags. 3. maí sl. kynnir Landsnet matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.

 
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 30. maí 2017.

 

Lagt fram til kynningar.
 


10.  Sundlaugin á Laugum - ályktun menningar- og ferðamálanefnar - 1704019

Frá 58. fundi menningar- og ferðamálanefndar.


Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samningur sveitarfélagsins við UMFÍ vegna sundlaugarinnar á Laugum verði endurskoðaður, með það að markmiði að sundlaugin nýtist betur sem hluti innviða ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu. M.a. verði skilgreint skýrt hvað telst til sumar- og vetrartíma skv. 5. grein samningsins. Vakin er athygli á því að aðal ferðamannatímabilið er orðið frá maíbyrjun til septemberloka.

 
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að á stórum ferðahelgum, s.s. um páska og á bæjarhátíðum sé aukin opnun.

 

Í gildandi samningi er kveðið á um að opnunartími sundlaugar skuli vera að jafnaði 19 tímar á viku yfir vetrarmánuði og 76 tímar á viku yfir sumarmánuði.

 

Lagt til að sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa verði falið að ræða við forstöðumann Ungmenna- og tómstundabúða um opnunartíma o.fl. með það að markmiði að skilgreina betur ákvæði samningsins.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


11.  Fráveita og útrásir - 1703009

Frá 189. fundi byggðarráðs:

 
Byggðarráð vísar tillögum Verkís varðandi fráveita og útrásir í Búðardal til sveitarstjórnar.

 

Sveinn tók til máls.
Lagt til að farið verði að tillögum Verkís þannig að útrásum verði fækkað í eina og þannig búið í haginnn fyrir frekari hreinsun.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


12.  Ísland ljóstengt 2017 - 1701003

Frá 189. fundi byggðarráðs.

 
Byggðarráð leggur til að framlög Fjarskiptasjóðs 8,68 mkr og byggðastyrkur 5,8 renni óskipt til Dalaveitna ehf sem framlag eigenda. Sveitarstjórn hefur áður samþykkt 10 mkr hlutafé til Dalaveitna auk 0,5 mkr stofnframlags. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn auki hlutafé um 5 millj. kr. til viðbótar við fyrri ákvörðun. Þetta er í samræmi við rekstraráætlun KMPG.

 

Lagt til að tillaga byggðarráðs verði samþykkt.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


13.  Umsókn um leyfi - smáhýsi við The Castle - 1705016

Embætti sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist beiðni Jóhannesar H. Haukssonar kt.270562-3619 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem reka á sem The Castle að Brekkuhvammi 1, Búðardal. Umsækjandi er með leyfi til sölu gistingar í flokki I, heimagisting í íbúðarhúsinu sem gildir til 27.4.2020. En þar sem verið er að bæta þremur smáhýsum við reksturinn þarf nýtt leyfi.

 

Sveitarstjórn skal veita umsögn um fyrirhugaðan afgreiðslutíma staðar, þ.e. á hvaða tíma heimilt er að hafa hann opinn. Einnig staðfestir sveitarstjórn að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélags kveður á um og eftir atvikum að næg bílastæði fylgi gististað.

 

Jóhannes víkur af fundi og Eyþór tekur við stjórn fundarins.

 

Lagt til að ekki verði gerðar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði gefið út.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

 

Jóhannes kemur inn á fundinn og tekur við stjórn.
 


14.  Umsagnarbeiðni - Brekkuhvammur 12 - 1705021

Embætti sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist beiðni Gaflfells ehf kt.530117-1030 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, sem reka á sem Brekkuhvammi 12, að Brekkuhvammi 12 a og b, Búðardal.


Óskað er umsagnar móttakenda þessa pósts

Sveitarstjórn skal veita umsögn um fyrirhugaðan afgreiðslutíma staðar, þ.e. á hvaða tíma heimilt er að hafa hann opinn. Einnig staðfestir sveitarstjórn að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélags kveður á um og eftir atvikum að næg bílastæði fylgi gististað.

 

Eyþór víkur af fundi.

 
Sigurður Bjarni tók til máls.

Lagt til að ekki verði gerðar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði gefið út.

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að fram fari grenndarkynning.

 

Eyþór kemur inn á fundinn
 


15.  Stofnun lóðar úr Hlíð - Gildubrekkur - 1705019

Frá 74. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

 
Nefndin samþykkti stofnun og landskipti fyrir lóðina Gildubrekkur úr jörðinni Hlíð í Hörðudal.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


16.  Sjóvarnaskýrsla 2017 - 1704014

Frá 74. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Vegna endurskoðunar yfirlitsskýrslu um sjóvarnir frá 2011 gefur Vegagerðin kost á að sækja um að ákveðin svæði verði tekin til skoðunar vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar.

 
Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar.

 

Sveinn tók til máls.
Miðað er við svæði sem koma til greina að mati sveitarfélags að verja á næstu 5-10 árum.


Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hækka og styrkja bakkavörn við Ægisbraut í Búðardal. Framkvæmdin er metin í forgangsflokki C og kostnaður var áætlaður um 10 millj. kr.


Í samgönguáætlun Alþingis 2015-2018 sem samþykkt var 12. október 2016 er gert ráð fyrir 9,5 millj. kr. sjóvarna við Ægisbraut á árinu 2018.

 

Lagt til að sveitarstjórn óski eftir að framkvæmdin verði á áætlun árins 2018 eins og verið hefur.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


17.  Frumvörp til umsagnar - 1705001

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál, frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál og frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.

 

Lagt fram til kynningar.
 


18.  Byggðarráð Dalabyggðar - 189 - 1704004F

Á fundinum sem var haldinn 9. maí sl. var farið yfir fyrsta ársfjórðungsyfirlit árins og rætt um framkvæmdir.

 

Byggðarráð samþykkti að taka tilboði Finnboga Harðarssonar í endurnýjun þaks Auðarskóla.

 

Tillögum Verkís varðandi fráveitu og útrásir var vísað til sveitarstjórnar.

 

Lagt var fram yfirlit yfir refaveiðar síðustu ára og samþykktur veiðikvóti fyrir yfirstandandi ár.

 

Samþykkt var að leggja tillögu að viðaukaáætlun fyrir sveitarstjórn og að hækka laun vinnuskóla um 2,5%.

 

Þá var fjallað um sorphirðugáma til förgunar dýraleifa og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

Til máls tók:Eyþór.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


19.  Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar - 58 - 1703008F

Á fundinum sem haldinn var 4. maí sl. var m.a. fjallað um nýafstaðna Jörvagleði, rætt um kynningarmál og samþykkt ályktun um opnunartíma sundlaugarinnar á Laugum.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


20.  Umhverfis- og skipulagsnefnd - 74 - 1703004F

Á fundinum sem var haldinn 15. maí sl. var m.a. samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir sumarhús og samþykkt lega frisbígolfvallar í Búðardal.

Til máls tók: Sigurður Bjarni.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


21.  Samband íslenskra sveitarfélag - Fundargerð 848 - 1702004

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
 


22.  Skýrsla sveitarstjóra - 1702007

Á síðustu vikum hefur eitt og annað borið til tíðinda. Í byrjun apríl fórum við Jóhannes oddviti til fundar við atvinnu- og nýsköpunarráðherra ásamt fulltrúum úr Eiríksstaðanefnd til að kynna hugmyndir um Sögualdarsetur í Leifsbúð og óska stuðnings ráðuneytis. Í sömu ferð hittum við fulltrúa Mílu og Orkufjarskipta vegna ljósleiðaraverkefnis.


Þann 12. apríl voru opnuð tilboð í lagningu ljósleiðara og átti Lás ehf. lægsta boð og var það lítillega innan kostnaðaráætlunar. Búið er að panta efni og framkvæmdir ættu að hefjast um mitt sumar.


Jörvagleði var haldin 19. - 23. apríl og tókst vel að vanda.

 
Ég hef átt fundi með fasteignasölum vegna Lauga og vonast eftir að við sjáum tilboð á næstu vikum þó ekkert sé fast í hendi.

 
Í vikulokin fer ég á fund bæjar- og sveitarstjóra landsins á Húsavík þar sem m.a. er boðið upp á fyrirlestur um verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.
 

 

Fundargerð yfirfarin og staðfest.
 
Gert er ráð fyrir að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði 20. júní nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

 

 Til baka