Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 152

Dags. 24.10.2017

Hljóðupptaka fundarins:

 

152. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. október 2017 og hófst hann kl. 19:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Dagskrá:

 

1.  Sala eigna - Laugar í Sælingsdal - 1609021

Sveitarstjóri upplýsir um stöðu mála.

 

Lagt til að sveitarstjóri kanni fleiri valkosti varðandi sölu á Laugum.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


2.  Alþingiskosningar 2017 - 1709018

Kjörskrárstofn lagður fram.

 
Sveitarstjórnir sjá um að leiðrétta kjörskrárstofna eftir því sem tilefni er til fram á kjördag.


Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar til kjördags.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti kjörskrá með áorðnum breytingum.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninganna 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


3.  Húsnæðisáætlun - 1709024

Frá 194. fundi byggðarráðs.

 

Byggðarráð leggur til að umhverfis- og skipulagnefnd verði falið að hefja þegar endurskoðun gildandi aðalskipulags með það að markmiði að fjölga íbúðarlóðum fyrir ódýrari byggingarkosti s.s. rað- og parhús.

 

Byggðarráð leggur einnig til að samþykkt sveitarstjórnar frá 20. september 2016 um 50% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum sem liggja við fullfrágengnar götur gildi til ársloka 2018.

Til máls tóku: Sveinn, Eyþór.


Sveitarstjóri kynnir helstu niðurstöður skoðannakönnunar um þörf á íbúðarhúsnæði sem gerð var meðal íbúa og forsvarsmanna fyrirtækja í Dalabyggð.

 

Tillögur byggðarráðs til afgreiðslu:
Tillaga varðandi endurskoðun á gildandi aðalskipulagi.


Samþykkt í einu hljóði.

 

Tillaga varðand afslátt af gatangerðargjöldum.

 

Samþykkt í einu hljóði.


 

4.  Gerð svæðisskipulags - 1510002

Svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um skipulagstillögu og umhverfisskýrslu. Tillagan er á vinnslustigi en gengið verður frá henni til formlegrar auglýsingar að fengnum umsögnum.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að svæðisskipulag bindi ekki hendur sveitarstjórna varðandi landnotkun komi síðar upp hugmyndir sem ekki er fjallað um í svæðisskipulagstillögu.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


5.  Umsagnarbeiðni - Nýp á Skarðsströnd - 1710014

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna umsagnarbeiðni Penna sf. kt. 440400-3450 um leyfi/endurnýjun til að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili á Nýp á Skarðsströnd.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði gefið út.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


6.  Umsókn um lóð að Vesturbraut, 370 Búðardal - 1709023

Frá 194. fundi byggðarráðs.


Skeljungur hf. sækir um lóð við Vesturbraut til að koma þar upp sjálfsafgreiðslustöð.

Skv. fylgigögnum með umsókninni sækir Skeljungur um u.þ.b. 0,1 ha lóð þar sem nú er bílastæði fyrir hópferða- og flutningabíla. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Dalabyggð er gert ráð fyrir um 1,4 ha lóð þar sem gert er ráð fyrir þjónustuhúsi sem tengist tjaldsvæði og smáhýsasvæði á Fjósatúni. Byggðarráð leggst gegn umsókninni þar sem landnotkun er ekki í samræmi við aðalskipulag en vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Til máls tók: Eyþór.

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn telur umbeðna staðsetningu ekki heppilega og hafnar umsókninni en felur umhverfis-og skipulagsnefnd að skoða aðra hugsanlega möguleika að staðsetningu.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


7.  Fjárhagsáætlun 2017 - Viðauki 2 - 1710011

Frá 194. fundi byggðarráðs.


Viðauki 2 lagður fram til fyrri umræðu.

 

Lagt til að viðaukanum sé vísað til síðari umræðu.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


8.  Fjárhagsáætlun 2018-2021 - 1709003

Frá 194. fundi byggðarráðs.


Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.

 

Lagt til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu.

 

Samþykkt í einu hljóði.


 

9.  Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga - 1710015

Skýrsla um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga hefur verið afhent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrsluna vann verkefnisstjórn sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í lok árs 2015. Var hlutverk hennar að greina sveitarstjórnarstigið og finna tækifæri og leiðir til að styrkja það.

 

Lagt fram til kynningar.

 


10.  Byggðarráð Dalabyggðar - 194 - 1709001F

194. fundur byggðarráðs var haldinn 17. október sl.

 

Á fundinum var m.a. samþykkt að úthluta íbúðarlóð nr. 21 við Ægisbraut en umsókn um hluta þjónustulóðar við Vesturbraut vísað til sveitarstjórnar. Þá var fjallað um framkvæmdir, húsnæðismál, ljósleiðaramál og svæðisskipulag.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.


Samþykkt í einu hljóði.

 

 

11.  Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar - 61 - 1708008F

61. fundur menningar- og ferðamálanefnar var haldinn 27. september sl.

 

Á fundinum var fjallað um stefnumótun Héraðsbókasafns Dalamanna.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.

 


12.  Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar - 1702022

7. fundur svæðisskipulagsnefndar var haldinn 15. júní og 8. fundur 31. ágúst sl.

 

Á fyrri fundinum var fjallað um drög að svæðisskipulagstillögu og samþykkt að kynna tillögudrögin óformlega á vef og Facebook síðu verkefnisins. Á seinni fundinum var fallað um umsagnir og ábendingar sem bárust og samþykkt að kynna tillöguna í samræmi við 23. gr. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu og senda umsagnaraðilum. Tillagan var kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum, í Dalabyggð 10. október sl.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðirnar.


Samþykkt í einu hljóði.

 

Fundargerð yfirfarin og staðfest.
 
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 21. nóvember nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00

 

 

 Til baka