Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 153

Dags. 7.11.2017

153. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 7. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:30


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Fundurinn er lokaður aukafundur vegna tilboðs í Lauga sem tilboðsgjafi hefur óskað trúnaðar um.

 

Dagskrá:

 

1.  Sala eigna - Laugar í Sælingsdal - 1609021

Tilboð hefur borist í eignir Dalabyggðar á Laugum, jörð, jarðhitaréttindi, húseignir og Dalagistingu.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn óskar eftir fresti til að taka afstöðu til tilboðsins þar til að loknum sveitarstjórnarfundi 21. nóvember nk.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


2.  Grasbýli í landi Fjósa - 1608004

Lagðir fram undirritaðir samingar við Björn Stefán Guðmundsson og Þrúði Kristjánsdóttur.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti samningana.

Samþykkt í einu hljóði.


Kostnaður færist á lið 09701.
 


3.  Silfurtún - Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs - 1711003

Með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hefur sú breyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.

 
Sveitarstjórn hefur val um að taka ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum fyrir Silfurtún með útgáfu skuldabréfs að upphæð um 37 millj kr. eða lýsa því yfir að Silfurtún sé fjárhagslega sjálfstæð stofnun og Silfurtún greiði framlag til lífeyrisauka Brúar með viðbótargjaldi sem nemur 4,5%.

 

Lögð fram tillaga.
Sveitarstjórn hafnar því að taka ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum Silfurtúns með útgáfu skuldabréfs.

Samþykkt í einu hljóði.
 

 

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45Til baka