Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Stjórn Silfurtúns, fundur nr. 11

Dags. 22.11.2017

11. fundur Stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns

haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. nóvember 2017

og hófst hann kl. 12:30


Fundinn sátu:
Halla S. Steinólfsdóttir aðalmaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Jóhannes Haukur Hauksson, Sveinn Pálsson og Kristín S. Þórarinsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, Sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  Silfurtún - Skýrsla hjúkrunarforstjóra - 1706002

Heimilið er fullbókað, 10 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými. Einn leigjandi. Enginn er í hvíldarinnlögn eins og er. Þrjú herbergi eru laus á heimilinu, eitt tilbúið fyrir hvíldarinnlögn og hin eru nýtt sem bókasafn og geymsla.


Rekstur heimilisins er að lagast og rekstur mötuneytis gengur vel. Samtök fyrirtækja í velferðarsþjónustu hafa gefið út handbók sem skýrir hvernig skipta skal ýmsum kostnaði milli heimilisins, heimilisfólks og ríkisins.

 
Gæðastefna heimilisins er nánast tilbúin og gæðahandbók verður tilbúin í fyrstu útgáfu fyrir árslok.

 
Heimilið hefur fengið að gjöf hjartastuðtæki, nýtt sjónvarpi og skiptibekk frá kvenfélögum héraðsins.

 
Aðventukvöld er fyrirhugað 7. desember og Forseti Íslands er væntanlegur í heimsókn sama dag.
 


2.  Gjafasjóður - gjafir og ráðstöfun - 1602020

Innistæða á reikningi 0312-13-300732 (Silfurtún/Gjafir) er nú kr. 139.972.

 

Hljómflutingstæki hafa verið keypt skv. fyrri samþykkt. Innistæða á reikningi 0312-03-265321 er nú kr. 1.192.117,- og hefur þessi reikningur ekki verið hreyfður síðustu 10-15 árin.
 


3.  Fjárhagsáætlun 2018-2021 - 1709003

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 fyrir deild 5311. Gert er ráð fyrir 2 millj. kr. til endurnýjunar húsgagna. Gert er ráð fyrir að rekstrarhalli verði um 6-8 millj. kr. og er þá ekki tekið tillit til skrifstofuþjónustu og fjármagnsliða.
 


4.  Starfsmannamál - 1702005

Kristín Þórarinsdóttur hjúkrunarforstjóri hefur sagt upp störfum og gerir ráð fyrir að láta af störfum um miðjan febrúar 2018.

 

Kristín gerir grein fyrir stöðu starfsmannamála. Stöðugildi eru nú 9,68 en voru um 14 árið 2011.

 

Stjórn þakkar Kristínu fyrir störf sín fyrir Silfurtún og óskar henni verlfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Stjórn felur sveitarstjóra að auglýsa eftir hjúkrunarforstjóra með aðstoð ráðningarstofu.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00Til baka