Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 196

Dags. 12.12.2017

196. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Jóhannes Haukur Hauksson oddviti og Þorkell Cýrusson sveitarstjórnarfulltrúi sátu fundinn undir umræðum um mál nr. 17090003.

 

Dagskrá:

 

1. Umsókn um námsvist utan lögheimilssveitarfélags - 1711011

Reykjavíkurborg óskar eftir námsvist fyrir einstakling fyrir yfirstandandi skólaár.

 

Byggðarráð samþykkir erindið með eftirfarandi fyrirvörum:
- Greiðslur verði í samræmi við viðmiðunarupphæðir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna stuðnings og skólaaksturs.

 

2. Aflið - Ósk um styrk til reksturs - 1711017

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi óskar eftir styrk til reksturs félagsins.

 

Byggðarráð óskar samtökunum velfarnaðar en hafnar erindinu.

 

3. Ólafsdalsfélagð - Ósk um styrk á árinu 2018 - 1711022

Ólafsdalsfélagið sækir um 2.000.000 kr. styrk frá Dalabyggð til verkefna á árinu 2018.

 

Ingveldur víkur af fundi.

 

Byggðarráð samþykkir að gera ráð fyrir styrk til félagsins kr. 750.000,- á fjárhagsáætlun ársins 2018.

 

Ingveldur kemur inn á fundinn.

 

4. Afskriftir krafna - leiðréttingar 2017 - 1705024

Lagt er til að afskrifaðar verði kröfur að upphæð 392.655,- annars vegar vegna þess að upphæðir fasteignagjalda eru lægri en svo að það svari kostnaði að innheimta og hins vegar vegna fyrndra krafna.

 

Samþykkt

 

5. Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftarbeiðni - 1711028

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir að Dalabyggð afskrifi þing- og sveitarsjóðsgjöld að upphæð kr. 133.792, með vöxtum kr. 281.467.

 

Samþykkt

 

6. Fjallskil 2017 - Greinargerð - 1708007

Lögð fram greinargerð fjallskilanefndar Hvammssveitar um framgang fjallskila á liðnu hausti.

 

Byggðarráð þakkar fyrir greinargerðina og felur sveitarstjóra að kalla eftir greinargerðum frá öðrum deildum.

 

7. Flugeldasýning og brenna - flugeldasala 2017 - 1712008

Lögreglustjórinn á Vesturlandi óskar umsagnar um umsókn Björgunarsveitarinnar Óskar um leyfi til að halda flugeldasýningu í Búðardal 31. desember nk. kl. 21:00.

 

Sigurður Bjarni víkur af fundi.


Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.

 

Sigurður Bjarni kemur inn á fundinn.

 

8. Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1711032

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Þorrablóts Suður-Dala kt.620114-0810 um tækifærisleyfi vegna þorrablóts sem halda á í félagsheimilinu Árbliki 3. febrúar 2018.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.

 

9. Fjárhagsáætlun 2018-2021 - 1709003

Byggðarráð fjallaði m.a. um eftirfarandi breytingartillögur:

 

- Afsláttur aldraðra: Tillaga öldungaráðs samþykkt.
- Þjónustustöð: Samþykkt að endurnýja bíl og bílakerru.
- Sorphirða: Samþykkt að hefja söfnun dýrahræja með reglubundnum hætti.
- Sorpgjöld: Samþykkt að hækka sorpgjöld til að mæta kostnaði við söfnun dýrahræja skv. tillögu 2.
- Sveitarstjórnarkosningar - Samþykkt að bæta við kostnaði vegna sveitarstjórnarkosninga.

 

Síðari umræða um fjárhagsáætlun fer fram 14. desember nk.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

 

 

 


 Til baka