Byggðarráð, fundur nr. 200
Dags. 20.3.2018
200. fundur byggðarráðs haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2017 - 1803012
Ársreikningur 2017 lagður fram ásamt sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrslu.
Á fundinn er mættur Haraldur Reynisson endurskoðandi, sveitarstjórnarfulltrúarnir Jóhannes H. Hauksson, Halla Steinólfsdóttir, Þorkell Cýrusson og Valdís Gunnarsdóttir. Einnig Magnína G. Krisjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari.
Haraldur skýrir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2017 og svarar spurningum fundarmanna.
Byggðarráð samþykkir að leggja ársreikninginn fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu. Fulltrúar í byggðarráði og sveitarstjóri undirrita ársreikninginn.
2. Íbúðir fyrir aldraða - Gunnarsbraut 11 og 11a - 1802015
Frá 199. fundi.
Í samræmi við reglur Dalabyggðar um úthlutun íbúða aldraðra fól byggðarráð stjórnendum Silfurtúns að leggja mat á umsóknir að höfðu samráði við heilbrigðisstarfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar í Búðardal.
Sex umsóknir bárust en ein var dregin til baka.
Í samræmi við fyrirliggjandi mat samþykkir byggðarráð að úthluta íbúðunum til Skúla Jónsson annars vegar og Guðbjargar M. Jónsdóttur hins vegar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
Til baka