Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 159

Dags. 20.3.2018

Hljóðupptaka fundarins nr. 1:

Hljóðupptaka fundarins nr. 2:

 

159. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. mars 2018 og hófst hann kl. 18:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

Fundargerð 158. fundar sveitarstjórnar lögð fram til staðfestingar.

 

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 

Oddviti leggur til að á dagskrá verði tekið: - Fundargerð 80. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 15. mars 2018 og þar með eftirfarandi mál: 1803014 og 1802018. - Fundargerð 200. fundar byggðarráðs frá 20. mars 2018. - Mál nr. 1802016 Þörf fyrir 3ja fasa rafmagn - Mál nr. 1711013 Samþykkt um stjórn Dalabyggðar - Mál nr. 1709010 Ísland ljóstengt 2018 - Mál nr. 1711030 Ísland ljóstengt 2018, sérstakur byggðastyrkur.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Sigurður Bjarni Gilbertsson forfallaðist á síðustu stundu.

 

Dagskrá:

 

1.  Ársreikningur 2017 - 1803012

Haraldur Reynisson endurskoðandi kynnti ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2017 á 200. fundi byggðarráðs fyrr í dag að viðstöddum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsmönnum. Byggðarráð samþykkti að leggja ársreikninginn fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu.

 

Til máls tók: Sveinn
Fyrir liggur til fyrri umræðu ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2017 undirritaður af byggðarráði og sveitarstjóra. Einnig liggur fyrir sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrsla.

 
Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2017 voru fyrir A og B-hluta 895,9 millj. kr. en rekstrargjöld 796,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 70,7 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 9,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða jákvæð um 61,3 millj. kr.


Í A hluta voru rekstrartekjur 751,0 millj. kr., rekstrargjöld 656,4 millj. kr. og fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld 4,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 80,4 millj. kr.

 
Fastafjármunir A og B hluta voru í árslok 944,6 millj. kr., veltufjármunir 245,4 millj. kr. og eignir alls um 1.189 millj. kr. Langtímaskuldir voru 244,6 millj. kr., skammtímaskuldir 191,3 millj. kr., lífeyrisskuldbinding 90,2 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar alls því um 526,2 millj. kr.


Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri 91,1 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 127,2 millj. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 84,4 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 129,1 millj. kr.

 

Veltufjárhlutfall A og B hluta var 1,28, eiginfjárhlutfall 0,56, skuldahlutfall 59% og skuldaviðmið 48%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 65,6 millj. kr. Ekki voru tekin voru ný langtímalán á árinu 2017. Handbært fé í ársbyrjun var 93,9 millj. kr. en í árslok 141,8 millj. kr.

 
Oddviti lagði til að ársreikningi 2017 verði vísað til síðari umræðu.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Gert er ráð fyrir að ársreikningurinn verði kynntur á íbúafundi 10. apríl nk. og verði til síðari umræðu 17. apríl nk.
 


2.  Ísland ljóstengt 2018 - 1709010

Lögð fram drög að samningi við Fjarskiptasjóð vegna átaksins Ísland ljóstengt 2018.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að styrkurinn, kr. 50.949.000,- renni til Dalaveitna ehf. vegna framkvæmda við ljósleiðara.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


3.  Ísland ljóstengt 2018 - Sérstakur byggðastyrkur - 1711030

Dalabyggð stendur til boða sérstakur byggðastyrkur að upphæð kr. 3.400.000 vegna framkvæmda á árunum 2018 og 2019.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samning um sérstakan byggðastyrk. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að styrkurinn renni til Dalaveitna ehf. vegna framkvæmda við ljósleiðara.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


4.  Áfangastaðaáætlun DMP - 1712015

Fyrri verkefnisáætlun Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi hefur öll gengið úr skorðum vegna erfiðs tíðafars.

 
Því hefur dregst að senda drög að verkefnaskrá Áfangastaðaáætlunar út til sveitarfélaganna til kynningar eins og til stóð.

 
Lögð fram tillaga að nýju umsagnar- og samþykktarferli sveitarfélagnna vegna Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við hve knappur tími er gefinn til umsagnar. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórn skili athugasemdum og umsögn fyrir 28. mars en verkefnaskráin hefur enn ekki borist. Næsti fundur sveitarstjórnar verður 17. apríl nk.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


5.  Ólafsdalur 2 - lögbýlisskráning - 1801010

Með bréfi dags. 9. janúar 2018 óskar Minjavernd eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um lögbýlisskráningu fyrir séreignarland Minjaverndar í Ólafsdal.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að Ólafsdalur 2, landnr. 223772 verið skráð sem lögbýlisjörð.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


6.  Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi - 1712010

Með tölvubréfi dags. 22. febrúar 2018 óskar lögreglustjórinn á Vesturlandi umsagnar við drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.


Lög standa til þess að slík sameinuð nefnd geti starfað í umdæmi lögreglu, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir og sveitarfélögin hafa áður tekið vel í hugmyndina.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði sameiginleg almannavarnanefnd á Vesturlandi í samræmi við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið f.h. Dalabyggðar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


7.  Brunavarnaáætlun - 1512012

Frá 199. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð vísaði málinu til sveitarstjórnar:

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að láta vinna sameiginlega brunavarnaáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð með fyrirvara um samþykki hinna sveitarfélaganna.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela Kristjáni Inga Arnarssyni tæknifræðingi að gera drög að áætluninni með aðstoð slökkviliðsstjóra Dalabyggðar og í samvinnu við slökkviliðsstjóra Reykhólahrepps og Strandabyggðar og Mannvirkjastofnun.

 

Gert verði ráð fyrir að fyrstu drög áætlunarinnar verði lögð fyrir fundi sveitarstjórna í maí 2018.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


8.  Aðalskipulag 2017-2029 - 1803013

Frá 199. fundi byggðarráðs.


Borist hafa tilboð frá tveimur ráðgjafafyrirtækjum í gerð skýrslu sem nýst getur við mótun stefnu um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu.

 
Byggðarráð leggur til að gengið verði að tilboði Eflu ehf.

 

Til máls tóku: Valdís, Eyþór, Sveinn, Þorkell


Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að óska eftir kostnaðarþátttöku Skipulagsstofnunar.

 

Samþykkt með fimm atkvæðum, einn á móti (VG).
 


9.  Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi - 1712011

Með tölvupóst dags. 14. mars 2018 kynnir lögreglustjórinn á Vesturlandi drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi en samkvæmt 1. gr. laga um lögreglusamþykktir nr. 36/1988 er heimilt að setja lögreglusamþykkt sem gildi fyrir fleiri en eitt sveitarfélag.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að Dalabyggð taki þátt í gerð sameiginlegrar lögregusamþykktar fyrir Vesturland á grunni fyrirliggjandi draga og felur sveitarstjóra að vinna að frumvarpi til lögreglusamþykktar f.h. Dalabyggðar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


10.  Byggðaáætlun 2018 - 2024 - 1803017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 á samráðsgátt um opið samráð stjórnvalda https://samradsgatt.island.is/
Frestur til að skila umsögnum til rennur út kl. 16 miðvikudaginn 21. mars 2018.

 

Til máls tóku: Valdís

 
Lögð fram tillaga að bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir ánægju með margt sem fram kemur í þingsályktunartillögunni svo sem grunnmarkmið um að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


11.  Mál frá Alþingi til umsagnar - 1803006

- Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
- Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.


- Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.

 

Lagt fram til kynningar.
 


12.  Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Björg - 1803014

Frá 80. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti umsókn Þorsteins Einarssonar að stofna 7,5 ha. lóð úr jörðinni Fremri-Hrafnabjörg, L137914.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


13.  Deiliskipulag Hvammar - 1802018

Frá 80. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.


Umhverfis - og skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í Hvömmum í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


14.  Samþykkt um stjórn Dalabyggðar - 1711013

Frá 157. fundi sveitarstjórnar.
Drög að endurnýjaðri samþykkt um stjórn Dalabyggðar var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. janúar sl.

 

Í drögunum er m.a. gert ráð fyrir því að reglulegir fundir sveitarstjórnar verði annan fimmtudag hvers mánaðar og byggðarráðs fjórða fimmtudag hvers mánaðar. Gert er ráð fyrir að menningar- og ferðamálanefnd verið skipt í tvær nefndir, atvinnumálanefnd sem fer m.a. með ferðamál og menningarmálanefnd sem fer með málefni safna.

 

Til máls tóku: Sveinn, Valdís


Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög með eftirfarandi breytingum:
- í atvinnumálanefnd verði 5 fulltrúar og 3 fulltrúar í menningarmálanefnd.
- gert verði ráð fyrir að almannavarnanefnd geti verið sameiginleg með öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi.

 

Samþykkt með fimm atkvæðum, einn var á móti (VG).
í einu hljóði.

 

Valdís óskar eftir að bókað verði að hún telji að fækka hefði átt sveitarstjórnarfulltrúum í 5.

 


15.  Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn - 1802016

Frá 158. fundi sveitarstjórnar.
Starfshópur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytia óskar eftir að sveitarstjórn veiti upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu og til hvaða starfsemi.

 

Fyrir liggur yfirlit sem umsjónarmaður framkvæmda hefur tekið saman.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda starfshópnum upplýsingar í samræmi við yfirlitið.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


16.  Byggðarráð Dalabyggðar - 199 - 1802003F

Fundurinn fór fram 13. mars sl.

 

Til máls tók: Eyþór
Á fundinum var m.a. fjallað um framkvæmdir, húsnæðisáætlun, aðalskipulag, umsóknir um íbúðir aldraðra og umsóknir um stöðu bókavarðar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


17.  Fræðslunefnd Dalabyggðar - 84 - 1801003F

Fundurinn fór fram 7. mars sl.

 

Á fundinum gerði skólastjóri grein fyrir skólastarfinu rætt um skóladagatöl næsta skólaárs.


Nefndin samþykkti tillögu skólastjóra þess efnis að íþróttakennsla fari fram í Dalabúð á næsta skólaári.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


18.  Fundargerð 15. fundar fjallskilanefndar Suður-Dala 2017 og greinargerð um fjallskil 2017 - 1708007

15. fundur fjallskilanefndar Suður-Dala var haldinn 28. febrúar sl. Sett var saman greinargerð um fjallskil síðasta árs og fjallað um viðhald rétta.
Greinargerð lögð fram.


Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


19.  Umhverfis- og skipulagsnefnd - 80 - 1803001F

Fundurinn fór fram 15. mars sl.

Á fundinum var m.a. fjallað um skráningu nýrra fasteigna, deiliskipulag og skógræktaráætlanir.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


20.  Byggðarráð Dalabyggðar - 200 - 1803002F

Fundurinn fór fram fyrr í dag.

Á fundinum kynnti Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2017 og byggðarráð og sveitarstjóri undirrituðu reikninginn. Þá var samþykkt úthlutun íbúða fyrir aldraða.

 

Tillaga:
Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


21.  Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 857 - 1802003

Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
 


22.  Handbók um íbúalýðræði - 1803007

Samkvæmt stefnumörkun sambandsins fyrir þetta kjörtímabil skal sambandið styðja sveitarfélögin við að ná tökum á þátttökulýðræði og öðrum nýmælum í lýðræðisátt.

 

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út handbók fyrir sveitarfélög um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem er aðgengileg á vef sambandsins.

 

Til máls tóku: Valdís


Sveitarstjórnarmenn, núverandi og tilvonandi eru hvattir til að kynna sér handbókina.

Til kynningar.
 


23.  Skýrsla sveitarstjóra - 1801004

Sveitarstjóri flutti skýrslu sína.
 

 

Fundargerð yfirfarin og staðfest.
 
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 17. apríl nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 Til baka