Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Menningar- og ferðamálanefnd, fundur nr. 65

Dags. 21.3.2018

65. fundur Menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Valdís Gunnarsdóttir formaður, Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, Sigrún H. Sigurðardóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Bjarnheiður Jóhannsdóttir embættismaður.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir,

 

 

Dagskrá:

 

1.  Styrktarsjóður EBÍ 2018 - 1802029

Dalabyggð er með styrk í gangi hjá félaginu og sækir því ekki um í ár.
 


2.  Langtímaáætlun um uppbyggingu ferðamannasvæða - 1603021

Með bréfi dags. 1. mars 2018 hvetur stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga sveitarstjórnir o.fl. til að kynna sér drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og senda umsögn um drögin ef talið er tilefni til.

 

Lagt fram til kynningar.
 


3.  Kynningarmál ferðaþjónustu - 1702016

Gerð var könnun meðal ferðaþjónustuaðila og tekur nefndin mið af niðurstöðum við val á kynningarefni sem sveitarfélagið stendur að í ár.

 

Ætlunin er að gefa út:

Borðkort
Þjónustuhandbók
Póstkort
Nafnspjöld

 

Áfram verða bæklingastandar í boði. Ferðaþjónustuaðilar munu áfram greiða prentunarkostnað fyrir það efni sem þeir vilja fá fyrir sín fyrirtæki.

Nefndin ræddi það að nota www.visitdalir.is, sem er í dag undir merkjum www.west.is, í kynningartilgangi fyrir ferðaþjónustuna, en ekki tekin ákvörðun að svo komnu máli, heldur verður það skoðað áfram.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.Til baka