Fræðslunefnd, fundur nr. 85
Dags. 2.5.2018
85. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 2. maí 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Sigurður Bjarni Gilbertsson formaður, Eva Björk Sigurðardóttir, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri og Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Bjarni Gilbertsson, Formaður
Dagskrá:
1. Auðarskóli - Skólastarf 2017-2018 - 1709008
Hlöðver kynnir það helsta í skólastarfinu.
Skólastarfið er búið að ganga vel síðust tvo mánuði. 9.bekkur reyndi að þreyta samræmd próf í byrjun mars en eins og um allt land gekk það ekki. Nemendum stendur til boða að taka prófin í vor eða næsta haust.
Tekin var ákvörðun um það að kenna íþróttir í Dalabúð næsta vetur. Er málið búið að fara fyrir fræðslunefnd, sveitastjórn og skólaráð.
Rauðakross deildin í Dalasýslu bauð nemendum í 4.-7.bekk á námskeiðið "Út fyrir kassann". Frábært framtak hjá Rauða krossinum og var námskeiðið miðað að því að efla sjálfsmynd nemenda.
Konudagskaffi var á sínum stað í leikskólanum og foreldraviðtöl í leikskóla hófust þar um miðjan mars.
Unglingastigið fékk námsráðgjöf og kynningu á MB og FVA.
Auðarskóli hélt sína árlegu upplestrarkeppni þar sem valdir voru nemendur til að keppa í Upplestrarkeppni Vesturlands. Nemendur Auðarskóla náðu 2.og.3 sæti sem er frábær árangur.
Þá fékk skólinn gefin tvo taflborð frá Kvenfélaginu Þorgerður Egilsdóttir. Flott framtak frá þeim.
Elstu árgangar leikskólans hafa verið að koma yfir í grunnskólann til verkgreinakennslu. Verið er að kanna möguleika á því að kaupa Costner hugbúnaðinn til þess að styðja við spjaldtölvuvæðingu skólans.
2. Auðarskóli - Skóladagatöl 2018-2019 - 1803009
Skóladagatöl lögð fram og yfirfarin.
Lagt til að fræðslunefnd samþykki skóladagatöl fyrir skólaárið 2018-2019.
Samþykkt
3. Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019 - 1803008
Starfsmannahald næsta skólaár:
Búið er að auglýsa í þær kennarastöður sem vantar í grunnskólanum. Einnig verða auglýstar tvær stöður á leikskólanum.
Þá er fyrirhugað að minnka kennsluna í tónlistaskólanum sem nemur 50% kennarastöðu vegna fækkunar nemenda.
Afgreiðsla samþykkt
Lengd viðvera:
Lagt til reglum varðandi lengda viðveru verði breytt þannig að ef færri en sæki um pláss í lengdri viðveru falli hún sjálfkrafa niður.
Afgreiðsla samþykkt
Dalabúð:
Gert er ráð fyrir að öll íþróttakennsla verði Dalabúð frá og með næsta skólaári þar til ný íþróttamannvirki hafa verið reist.
Lagt til að Auðarskóla verði falin full umsjón með Dalabúð frá 1. ágúst nk. og þar til ný mannvirki hefa verið tekin í notkun.
Þetta myndi þýða að ritari Auðarskóla (eða annar starfsmaður) sjái um bókanir í húsið og húsvarsla og þrif verði að öllu leyti undir stjórn skólastjóra en ekki ýmist skólastjóra eða sveitarstjóra. Ekki verði lokað á hefðbundin félagsheimilisafnot en með þessu verði tryggt að hagsmunir skólans verði í forgrunni.
Afgreiðsla samþykkt
4. Bréf undanþágunefndar grunnskóla. - 1804016
Bréf lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
Til baka