Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 202

Dags. 8.5.2018

202. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 8. maí 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Halla S. Steinólfsdóttir varamaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Framkvæmdir 2018 - 1801002

Kristján Ingi Arnarsson tæknifræðingur mætir á fundinn og fer yfir undirbúning og stöðu framkvæmda.

 

Ljósleiðaraverkefni gengur ágætlega.

 

Auðarskóli:

Komin tilboð í glugga, útboð í undirbúningi. Komið tilboð í hljóðmælingu á kennslurýmum.

 
Strandstígur:

Framkvæmdir að hefjast. Búið að taka nýjan heitan pott á Laugum í notkun. Unnið er að hönnun sniðræsa og útrásar.

 

Eiríksstaðir:
Lagt fram minnisblað frá fundi vinnuhóps um framtíð Eiríksstaða þar sem fram koma ýmsar tillögum að úrbótum í bráð og lengd.

Til ráðstöfunar eru 3 millj. kr. á lið 0565.
Lagt til að ferðamálafulltrúa og umsjónarmanni framkvæmda sé heimilt að láta framkvæma úrbætur skv. minnisblaðinu innan fjárhagsramma, m.a. láta fjarlægja tröppur sem liggja að minnismerki.

 

Viðhald rétta:
Til ráðstöfunar á lið 1322 3,4 mkr.
Lagt til að byggðarráð samþykki umsóknir fjallskilanefnar Suðurdala 1,1 mkr. til viðgerða á Hólmarétt (háþrýstiþvottur og málun) og umsókn fjallskilanefndar Skógarstrandar 630 þkr. til úrbóta og viðgerða á fjárréttum á Skógarströnd (aðstaða fyrir fjárvagna, timbur, lamir og læsingar). Einnig að réttarskúr við Gillastaðarétt verði fjarlægður.

 

2. Umsókn í styrkvegasjóð 2018 - 1804027

Viðar Ólafsson verkstjóri mætir á fundinn.

 

Lögð fram umsókn í styrkvegasjóð og yfirlit yfir styrkvegaframkvæmdir ársins 2017.


Einnig ósk um lagfæringar á heimreið að Kirkjuskógi.

 

Í Reglum um styrki til samgönguleiða nr. 1155/2011 kemur fram hvaða samgönguleiðir er heimilt að styrkja. Ekki er heimilt að styrkja einkavegi og hafnar byggðarráð ósk um lagfæringar á heimreið að Kirkjuskógi.

 

3. Tuttugu ára afmæli Hróksins - styrkumsókn - 1804028

Skákfélagið Hrókurinn óskar eftir samvinnu og stuðningi í tilefni af 20 ára afmæli félagsins og fyrirhuguðum heimsóknum í öll sveitarfélög landsins á árinu.

 

Samþykkt að Dalabyggð verði bronsbakhjarl þetta árið með kr. 25.000, framlagi.


Tekið af lið 0689

 


4. Ísland - Atvinnuhættir og menning 2020 - 1804037

Lögð fram drög að samningi við Sagaz vegna útgáfu bókanna Ísland 2020, atvinnuhættir og menning.

 

Samþykkt að taka þátt í útgáfunni, kostnaður kr. 250.000 sem greiðist í hlutum á árunum 2018-2020.


Tekið af lið 0589.

 

5. Refa- og minkaveiði 2018 - 1804039

Lagt fram yfirlit yfir refa- og minkaveiðar ársins 2017 og tillaga að kvóta vegna refaveiða ársins 2018.
Veiddir voru 257 refir og 178 minkar.


Nettókostnaður Dalabyggðar vegna refa- og minkaveiða er um 5 millj. kr. á ári.

 

Samþykkt að veiðikvóti fyrir refi verði 281 dýr og gengin verði allt að 356 greni eins og á fyrra ári.


Þóknun óbreytt frá fyrra ári.

 

6. Veiðifélag Laxdæla - Fundarboð - 1805003

Boðað hefur verið til félagsfundar í Veiðifélagi Laxdæla 13. maí nk.

 

Byggðarráð samþykkir að Jóhannes Haukur Hauksson fari með umboð Dalabyggðar vegna Fjósa og Halla S. Steinólfsdóttir verði til vara.

 

7. Afskriftir krafna - leiðréttingar 2018 - 1805008

Með vísun í 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og óvenju mikils og ófyrirséðs kostnaðar við jarðvegsskipti samþykkir byggðarráð að gatnagerðargjöld kr. 1.521.380,- verði felld niður.

 

8. Umsókn um styrk - fasteignagjöld - 1804034

Björgunarsveitin Ósk sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts vegna Vesturbrautar 11.

 

Með vísan í heimild í Reglum Dalabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 er lagt til að samþykkt verði að veita styrk kr. 179.748,-.

 

9. Fyrirspurn um leigulóð - 1804036

Verkfræðistofan Lota ehf. f.h. Datafarm spyrst fyrir um lóð fyrir gagnaver. Gagnaverið samanstendur af þremur 40 feta gámum í byrjun er 12 gámum þegar starfsemin hefur náð fullri stærð.

 

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til sveitarstjórnar.

 


10. Umsagnarbeiðni - Sauðafell - 1804032

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Finnboga Harðarsonar kt.170265-5649 um breytingu rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir að Sauðafelli. Breytingin felst í fjölgun gistirýma þannig að leyfilegur fjöldi gesta fari úr 12 í 13.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.

 

11. Umsagnarbeiðni - Vogur - 1804038

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Heyár ehf kt.620413-2240 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, hótel, sem rekið er sem Vogur sveitasetur að Vogi.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.

 

12. Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 2 - 1804040

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað vegna viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018.

 

Byggðarráð samþykkir að leggja fjármagn í viðhald á Laugum í samræmi við minnisblaðið og vísar viðaukanum að öðru leyti til sveitarstjórnar.

 

13. Tjaldsvæði Búðardal - Umsókn um starfsleyfi - 1805006

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur gefið út starfsleyfi fyrir hjólhýsa- og tjaldsvæði Dalabyggðar í Búðardal. Leyfið gildir til 7. maí 2030.

 

Starfsleyfi lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

 

 

 

 


 Til baka