Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 162

Dags. 14.6.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

162. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 14. júní 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Einar Jón Geirsson annar starfsaldursforseta setur fundinn, bíður nýkjörna sveitarstjórnafulltrúa velkomna og óskar þeim til hamingju með kjörið.


Einar lagði til að á dagskrá verði bætt máli nr. 1806007 Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar.
 
Samþykkt í einu hljóði.

 

Dagskrá:

 

1. Sveitarstjórnarkosningar 2018 - Skýrsla kjörstjórnar - 1802014

Skýrsla kjörstjórnar lögð fram.
Á kjörskrá í Dalabyggð voru alls 495 einstaklingar, 254 karlar og 241 kona. Alls greiddu 382 einstaklingar atkvæði, 330 á kjörfundir og 52 utan kjörfundar. Gildir atkvæðaseðlar voru 374, auðir seðlar voru 4 og ógildir seðlar voru 4. Kjörsókn var 77,2%.

 

Eftirtaldir hlutu kjör sem aðalmenn:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásgarði, 229 atkvæði
Ragnheiður Pálsdóttir, Hvítadal, 191 atkvæði
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Miðskógi, 177 atkvæði
Sigríður Huld Skúladóttir, Steintúni, 176 atkvæði
Einar Jón Geirsson, Lækjarhvammi 3, 135 atkvæði
Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Sunnubraut 3b, 104 atkvæði
Pálmi Jóhannsson, Sunnubraut 14, 93 atkvæði

 

Eftirtaldir hlutu kjör sem varamenn:
1. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Stekkjarhvammi 5, 142 atkvæði
2. Anna Berglind Halldórsdóttir, Magnússkógum III, 105 atkvæði
3. Jón Egill Jónsson, Lækjarhvammi 4, 114 atkvæði
4. Sigurður Bjarni Gilbertsson, Borgarbraut 1, 113 atkvæði
5. Valdís Gunnarsdóttir, Ægisbraut 19, 117 atkvæði
6. Þorkell Cýrusson, Stekkjarhvammi 10, 110 atkvæði
7. Sindri Geir Sigurðarson, Geirshlíð, 104 atkvæði

 

Tl máls tók Einar.


Skýrsla kjörstjórnar var lögð fram til kynningar.

 

2. Kjör oddvita og varaoddvita - 1806009

Á fyrsta fundi kýs sveitarstjórn oddvita og varaoddvita. Skulu þeir kosnir til eins árs í senn.

 

Fram fór leynileg kosning um stöðu oddvita.


Ejólfur Ingvi Bjarnason fékk 5 atkvæði, Ragnheiður Pálsdóttir 1 atkvæði og einn seðill var auður.

 
Einar lýsti Eyjólf rétt kjörinn oddvita til eins árs og tók Eyjólfur við stjórn fundarins.

 

Fram fór leynileg kosning um varaoddvita.

 
Ragnheiður Pálsdóttir fékk 5 atkvæði og Skúli Guðbjörnsson 2 atkvæði.

 

Ragnheiður er því rétt kjörinn varaoddviti til eins árs.

 

3. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð - 1806010

Sveitarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá aðalmenn og jafnmarga varamenn í byggðarráð til eins árs. Aðalmenn í sveitarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í byggðarráð. Varamenn skulu einnig vera úr hópi aðalmanna í sveitarstjórn.

 

Fram fór leynileg kosning.


Skúli og Sigríður Huld hlutu 6 atkvæði, Þuríður 5, Einar og Pálmi 2 hvor.

Eyjólfur lagði til að Einar, Pálmi og Ragnheiður verði varamenn í þessari röð.


Kosning formanns til eins árs.
Skúli fékk 5 atkvæði, Þuríður 1 og einn seðill var auður.
Skúli er rétt kjörinn formaður.


Kosning varaformanns:
Sigríður fékk 4 atkvæði, Þuríður 1 og einn seðill var auður.
Sigríður er rétt kjörinn varaformaður.

Skúli er rétt kjörinn formaður

 

4. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar - 1806011

Fulltrúar kosnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum kosningum:

 

1. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar.
Aðalmenn: Sveinn Gestsson, Valdís Einarsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir

 
Varamenn: Kristín Guðrún Ólafsdóttir, Gyða Lúðvíksdóttir, Þórður Ingólfsson

 
2. Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Aðalmenn: Hörður Hjartarson formaður, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Vilhjálmur Arnórsson og Jón Egill Jónsson.

 
Varamenn: Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurbjörnsson, Viðar Þór Ólafsson, Sæmundur Jóhannsson og Þuríður Sigurðardóttir í þessari röð.


3. Félagsmálanefnd.
Aðalmenn: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður, Níels Hermannsson og Þuríður Sigurðardóttir.

 
Varamenn: Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir, Herdís Erna Gunnarsdóttir og Anna Berglind Halldórsdóttir í þessari röð.

 
4. Fræðslunefnd.
Aðalmenn: Sigríður Huld Skúladóttir formaður, Eva Björk Sigurðardóttir, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson og Jón Egill Jóhannsson.

 
Varamenn: Ingibjörg Anna Björnsdóttir, Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir, Anna Berglind Halldórsdóttir, Sindri Geir Sigurðarson og Eyjólfur Ingvi Bjarnason.

 
5. Menningarmálanefnd.
Aðalmenn: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður, Sigrún Sigurðardóttir og Hlöðver Ingi Gunnarsson.

 
Varamenn: Einar Jón Geirsson, Gyða Lúðvíksdóttir og Ólafur Skagfjörð Gunnarsson.

 
6. Atvinnumálanefnd.
Aðalmenn: Pálmi Jóhannsson formaður, Garðar Vilhjálmsson, Gyða Lúðvíksdóttir, Þórey Björk Þórisdóttir og Einar Jón Geirsson.

 
Varamenn: Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Skúli Guðbjörnsson, Jón Egill Jóhannsson, Sigríður Huld Skúladóttir og Jón Egill Jónsson.


7. Fjallskilanefndir. Frestað til næsta fundar.


8. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.
Aðalmenn: Ragnheiður Pálsdóttir formaður, Þuríður Sigurðardóttir og
Einar Jón Geirsson


Varamenn: Skúli Guðbjörnsson, Sigríður Skúladóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason.

 

Tillaga borin upp og samþykkt í einu hljóði.

 

5. Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar - 1806012

B. Stjórnir og samstarfsnefndir.

 
Lögð fram tillaga:


1. Almannavarnanefnd.
Frestað.


2. Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Aðalmaður Þorkell Cýrusson og til vara Ragnheiður Pálsdóttir.

 
3. Heilbrigðisnefnd.
Frestað.

 
4. Þjónustuhópur aldraðra.
Frestað.

 
5. Sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða.

Frestað.

 
6. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Frestað.

 
7. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Frestað.

 
8. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Aðalmaður á aðalfund Eyjólfur Bjarnason og til vara Ragnheiður Pálsdóttir.
Fulltrúi í stjórn Eyjófur Ingvi Bjarnason.

 
9. Sorpurðun Vesturlands.
Aðalmaður á aðalfund Skúli Hreinn Guðbjörnsson og til vara Ragnheiður Pálsdóttir.

 
10. Fjölbrautaskóli Vesturlands.
Aðalmaður í fulltrúaráð Einar Jón Geirsson og til vara Svana Hrönn Jóhannsdóttir.


11. Dalagisting ehf.
Aðalmenn í stjórn Anna Berglind Halldórsdóttir, Pálmi Jóhannsson og
Eyjólfur Ingvi Bjarnason


Til vara Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Jón Egill Jónsson og
Þuríður Jóney Sigurðardóttir.

 
12. Dalaveitur ehf.
Aðalmenn Skúli Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir og Þuríður Sigurðardóttir.


Til vara Einar Jón Geirsson, Pálmi Jóhannsson og Ragnheiður Pálsdóttir.

 
13. Samráðsvettvangur Vesturlands.
Frestað.


14. Fasteignafélagið Hvammur. 
Fulltrúi á aðalfund Einar Jón Geirsson, fulltrúi í stjórn Einar Jón Geirsson og til vara Skúli Guðbjörnsson.


15. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Fulltrúi á aðalfund Eyjólfur Ingvi Bjarnason og til vara Þuríður Sigurðardóttir. Fulltrúi í stjórn Eyjólfur Ingvi Bjarnason og til vara Þuríður Sigurðardóttir.

 
16. Minningarsjóður Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur (Fellsenda). Sveitarstjórn tilnefnir tvo skoðunarmenn Þuríði J Sigurðardóttur og
Sigríði Huld Skúladóttir.

 
17. Ungmenna- og tómstundabúðir.
Fulltrúar í stjórn/samráðsvettvang Svana Hrönn Jóhannsdóttir og
Einar Jón Geirsson og Pálmi Jóhannsson til vara.

 
18. Breiðafjarðarnefnd.
Aðalfulltrúi Eyjólfur Ingvi Bjarnason og til vara Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
19. Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu.

 
Fulltrúi í stjórn Þórður Ingólfsson og skoðunarmenn Þuríður J Sigurðardóttir og Sigríður Huld Skúladóttir.

 
20. Minningarsjóður Finns Jónssonar frá Geirmundarstöðum.
Aðalfulltrúi Halla S. Steinólfsdóttir og til vara Bogi Kristinsson

 
21. Minningarsjóður Péturs T. Oddssonar (prófasts að Hvammi).
Aðalfulltrúi Jón Egill Jóhannsson og til vara Eyjólfur Ingvi Bjarnason

 
22. Veiðifélag Laxdæla.
Aðalmaður á aðalfund Pálmi Jóhannsson og til vara Einar Jón Geirsson.

 
23. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit.

 Aðalmaður á aðalfund Einar Jón Geirsson og til vara Pálmi Jóhannsson

 

Tillaga borin upp og samþykkt í einu hljóði.

 

6. Ráðning sveitarstjóra - 1806013

Aflað hefur verið tilboða frá fjórum ráðningarstofum vegna aðstoðar við að ráða nýjan sveitarstjóra.

 

Oddviti lagði til að leitað verði samstarfs við Hagvang um ráðningu sveitarstjóra.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

7. Sala eigna - Laugar í Sælingsdal - 1609021

Á síðasta fundi fyrrverandi sveitarstjórnar 24. maí sl. var eftirfarandi bókað:
,,Sveitarstjórn telur að tillaga Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. með viðbótum frá 18. maí sé ágætlega til þess fallin að ljúka sölunni og þar með renna stoðum undir uppbyggingu íþróttamannvirkja við Auðarskóla eins og stefnt hefur verið að.
Í ljósi umræðu í samfélaginu og á samfélagsmiðlum og nýfenginna undirskrifta er hins vegar lagt til að málinu verði vísað til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við stjórn sveitarfélagsins þann 10. júní næstkomandi."

Til máls tóku: Skúli og Þuríður.

 
Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (PJ).

 

8. Ályktun Öldungaráðs frá 6. fundi ráðsins - 1805007

Á 6. fundi Öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps þann 25. apríl sl. var svohljóðandi ályktun samþykkt:

 
Öldungaráð þakkar góð viðbrögð sveitarstjórna við bréfi Öldungaráðs frá nóvember 2017 um lækkun fasteignagjalda eldri borgara , en telur nauðsynlegt að hækka enn meira viðmiðunarmörk á tekjum ellilífeyrisþega til þess að þeir fái afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis sem fólk á og býr í.

 

Mörg sveitarfélög hafa verið að hækka þessi mörk sem hafa verið tiltölulega lág hingað til. Við bendum á t.d. að Hafnarfjörður hækkaði tekjumörkin 1. jan. s.l. um 30% og er nú miðað við að hjón megi hafa allt að 6.405.500 kr í árstekjur til að njóta 100% afsláttar og einstaklingur má hafa allt að kr. 5.013.000 kr í árstekjur til að njóta 100% afsláttar af fasteignagjöldum.


Með þessum aðgerðum telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fleiri eldri borgurum sé gert kleift að búa lengur í eigin húsnæði en ella. Íbúðir fyrir aldraða á okkar svæði eru af skornum skammti. Við fögnum því að sveitarstjórnirnar hafi hug á byggingu íbúða fyrir aldraða í tengslum við Hjúkrunar- og dvalarheimilin sem eru starfandi á svæðinu og ítrekum fyrri tilmæli okkar þar um.

 
Þá viljum við ítreka þá kröfu til ríkis og sveitarfélaga að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun, sem löngu er tímabært og vísum til þess að Reykjavíkurborg hefur verið með slíkt verkefni í gangi sem hefur reynst vel.

 

Lagt til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

9. Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi - 1712010

Bréf frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi dagsett 23. maí sl. þess efnis að náðst hefur samkomulag um skipun sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

 
Sameining almannavarnarnefnda tekur til sveitarfélaganna: Akraneskaupsstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar, Dalabyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

10. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum - 1806006

Bréf frá Jafnréttisstofu dagsett 29. maí sl. þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008. Ákvæði sem snúa sérstaklega að sveitarfélögum eru í 12. gr. varðandi jafnréttisnefndir og í 15. gr. varðandi skipan í nefndir, ráð og stjórnir og að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

11. Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar - 1806007

Lögð fram til kynningar fyrirspurn sem Sveinn Pálsson f.h. sveitarstjórnar Dalabyggðar sendi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 7. júní sl. varðandi íbúakosningu, undirskriftarlista og sveitarstjórnarkosningar.

 

Erindið var á þessa leið:
I Undirskriftalisti
Sveitarstjórn Dalabyggðar barst eftirfarandi tölvupóstur 24. maí sl:
,,Sæl öll. Er möguleiki að eiga stuttan fund með ykkur ásamt nokkrum öðrum íbúum Dalabyggðar fyrir fund sveitarstjórnar í dag. Til dæmis klukkan 16:00? Erindi er að afhenda sveitarstjórn undirskriftir íbúa Dalabyggðar þar sem óskað er eftir íbúakosningu um tillögu Arnarlóns frá 13. maí sl. verði hún til umfjöllunar á grunni samþykkta Dalabyggðar. Eins er því mótmælt með þessum undirskriftarlista að Dalabyggð sé að veita seljendalán til kaupanda. Svar óskast sem fyrst
Bestu kveðjur, Eyjólfur Ingvi Bjarnason"

 

Sveitarstjóri f.h. sveitarstjórnar samþykkti að taka á móti Eyjólfi og félögum á undan fundi sveitarstjórnar og afhenti Eyjólfur þá Jóhannesi Hauki Haukssyni oddvita undirskriftir 213 íbúa Dalabyggðar þar sem skrifað er undir eftirfarandi:
"Í samræmi við 64. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar óskum við undirrituð eftir því að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um mál nr. 1609021 - sala eigna - Laugar og Sælingsdalstunga sbr. tillögu Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. um lausn á málinu.
Við erum á móti því að Dalabyggð veiti seljendalán."

 

Sveitarstjórn bókaði eftirfarandi:
"Sveitarstjórn telur að tillaga Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. með viðbótum frá 18. maí sé ágætlega til þess fallin að ljúka sölunni og þar með renna stoðum undir uppbyggingu íþróttamannvirkja við Auðarskóla eins og stefnt hefur verið að. Í ljósi umræðu í samfélaginu og á samfélagsmiðlum og nýfenginna undirskrifta er hins vegar lagt til að málinu verði vísað til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við stjórn sveitarfélagsins þann 10. júní næstkomandi."

Sveitarstjórn gafst lítið ráðrúm til að undirbúa málið og móttöku undirskriftalistans.


Ljóst má vera að undirbúningur og framkvæmd undirskriftasöfunarinnar var langt frá því verklagi sem fyrirskrifað er í reglugerð nr. 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Sveitarstjórn var ekki upplýst um undirskriftasöfunina fyrr en sama dag og undirskriftalistar voru afhentir sveitarstjórn. Ekki er tilkynnt um hverjir eru ábyrgðarmenn. Ekki var tryggt að allir íbúar vissu um undirskriftasöfnununa og gæfist kostur á að taka þátt. Aðstandendur söfnunarinnar virðast hafa handvalið þátttakendur.

 

Hér með er óskað eftir að ráðuneytið gefi álit á verklaginu og ráðleggi um framhald málsins.

 

II Sveitarstjórnarkosningar 2018
Fjórir af sjö sveitarstjórnarmönnum í Dalabyggð gáfu opinberlega kost á sér í persónukjöri ásamt u.þ.b. 13 öðrum. Enginn af sveitarstjórnarmönnunum náði endurkjöri og sætti það nokkurri furðu þar sem almenn sátt hafði verið um störf sveitarstjórnar.

 
Að loknum kosningum hafa nokkrir íbúar upplýst um að auk undirskriftalistans sem getið er um fyrr í þessu bréfi hafi safnendur sýnt annan lista þar sem búið var að raða saman "réttum" frambjóðendum og þar voru nöfn sitjandi sveitarstjórnarmanna ekki með. Sex af sjö nýjum sveitarstjórnarmönnum rituðu nöfn sín á undirskriftalistann sem fjallað er um í fyrri hluta og a.m.k. tveir þeirra virðast hafa haft beina aðkomu að listanum, sá sem afhenti listann og aðili sem fór á milli húsa og safnaði undirskriftum.


Nú kann að vera að þetta þyki ekki óeðlileg vinnubrögð við kosningar en þegar samhliða er safnað undirskriftum til að hvetja til íbúakosningar og hvatt til að "kjósa rétt" er eðlilegt að sveitarstjórnarmenn og aðrir íbúar velti fyrir sér hvort farið hafi verið að lögum og góðum hefðum.

 
Því er þess óskað að ráðuneytið rannsaki aðdraganda og niðurstöðu kosninganna í Dalabyggð.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svarar samdægurs og ætlar að taka til skoðunar fyrri hluta erindisins um framkvæmd undirskriftarsöfnunar en hafnar seinni hlutanum sem það lítur á sem kosningakæru sem er þá vísað til dómsmálaráðuneytis og eru fimm af sjö sveitarstjórnarmönnum samþykkir því. Dómsmálaráðuneytið sendir erindið áfram til Sýslumannsins á Vesturlandi til þóknanlegrar meðferðar með bréfi dags 11. júní sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

Næsti fundur sveitarstjórnar er áætlaður 12. júlí nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 Til baka