Byggðarráð, fundur nr. 206
Dags. 30.8.2018
206. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 30. ágúst 2018 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti.
Fundargerð ritaði: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar
Ragnheiður Pálssdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Ljósleiðari 2018 - 1808013
Eyþór Gíslason kemur á fundinn og fer yfir stöðu mála varðandi lagningu ljósleiðara í Dalabyggð.
Verkið er aðeins á eftir áætlun en horfur á að tengingar verði komnar á Skógarströnd, í Hörðurdal, í Miðdölum og í Haukadal í lok september/byrjun október.
Vinnu við stofnstreng í Laxárdal sunnan Laxár er að ljúka og vinna við stofnstreng úr Búðardal í Hvammssveit er að hefjast.
2. Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal - 1806016
Með bréfi til sveitarstjórnar 7. ágúst sl. telur Jónsmessan ehf. brotið á réttindum Breiðabólsstaðar í Sökkólfsdal með ákvörðun sveitarstjórnar frá 12. júlí sl. varðandi stofngjald ljósleiðara.
Byggðaráð staðfestir ákvörðun sveitarstjórnar frá 12. júlí sl. varðandi stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal.
3. Hjólabrettagarður - 1808004
Davíð Konráð Bartoszek hefur safnað 24 undirskriftum meðal íbúa Dalabyggðar þar sem óskað er eftir því að hjólabrettagarður verði útbúinn í Búðardal.
Byggðaráð felur byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahús að kanna kostnað við gerð hjólabrettagarðs sem og staðsetningu hans innan skólalóðar.
Verkinu skal ljúka fyrir lok október og framhald þess skoðað við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
4. Söguskilti 2018 - 1808007
Með bréfi 15. ágúst sl. er gerð söguskilta sem á að setja upp á nokkrum stöðum í Dalabyggð kynnt.
Stefnt er að því að fyrsta skiltið verði sett upp í lok september með formlegri athöfn.
Lagt fram til kynningar
5. Vínlandssetur - 1807013
Á fundi í Eiríksstaðanefnd 21. ágúst sl. var merki Vínlandssetur lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
Til baka