Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 2

Dags. 28.8.2018

2. fundur Atvinnumálanefndar Dalabyggðar haldinn  Í Mjólkurstöðinni Búðardal, 28. ágúst 2018 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Pálmi Jóhannsson formaður, Garðar Vilhjálmsson aðalmaður, Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður, Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður og Einar Jón Geirsson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ferðamálafulltrúi

 

Dagskrá:

 

2. Verkefni og hlutverk atvinnumálanefndar - 1808011

Erindisbréfi nefndarinnar var dreift til kynningar og yfirlestrar fram að næsta fundi.

 

Ætlunin er að nýta fundi nefndarinnar til að eiga samtal við fyrirtækin í sveitarfelaginu og byggja upp samráðsvettvang þeirra.

 

3. Stuðningur við frumkvöðlastarfsemi í Dölum - 1808012

Nefndin ræddi með hvaða hætti væri hægt að styðja við frumkvöðlastarfsemi í sveitarfélaginu, m.a. með fræðslufundum og námskeiðum.

 

Nefndin hvetur starfsmenn SSV til að auka sýnileika í sínu flotta starfi með frumkvöðlum.

 

5. Eiríksstaðir 2018 - 1804009

Nefndin ræddi málefni Eiríksstaða og þær breytingar sem verða á starfseminni með tilkomu Vínlandsseturs.

 

Nefndin telur mikilvægt að aðlaga og breyta starfsemnni og skipulagi á svæðinu til að ná betur til ferðamanna.

 

Nefndin hefur hug á að hitta rekstaraðila.

 

6. Mjólkursamsalan - framleiðsla og starfsumhverfi í Dölum - 1808010

Lúðvík Hermannsson sagði frá stöðu og horfum í starfsemi MS í Dölum. Staða og horfur eru almennt góðar, framleiðsluvörum hefur fjölgað og fjölbreytnin aukin. Helsta áskorunin eru húsnæðismál, en MS sér um 12 starfsmönnum fyrir íbúðarhúsnæði. MS gæti hugsað sér að leigja meira íbúðarhúsnæði og staðan næsta sumar verður þröng. Mest er þörfin á herbergjum.

 

Tollasamningar sem nú eru ófrágengnir eru það sem helst er uppi í greininni, en ekki er gott að segja í hvaða vöru samdrátturinn lendir, hvort það eru sérostar eða brauðostur.

 

Framleiðslan í Búðardal er það fjölbreytt að hún á að standa það af sér.

 

Lúðvík kallar eftir meira samtali við sveitarfélagið og stjórnendur þess, m.a. samráð um að nýta aðkeypta þjónustu utan frá, þannig að mögulega geti verið hægt að deila ferðakostnaði og þess háttar til hagræðingar fyrir báða aðila.

 

4. Íbúaþing 2018 - 1807002

Rætt var um heppilegan tíma fyrir íbúaþing, en nefndin telur að um miðjan nóvember sé góður tími fyrir þingið.

Gott væri að fá stjórnanda og fyrirlesara utan frá, sem hafi reynslu af þess háttar vinnu.

Ætlunin er að kalla eftir viðbrögðum íbúa fyrir þingið um hvaða mál brenna helst á íbúum.

Jafnframt lítur nefndin svo á að það þurfi að fjalla um stóru málin: framtíð og uppbyggingu Dalanna.

Nefndin hvetur sveitarstjórn til að veita tilteknar fjárheimildir til verkefnisins.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45Til baka