Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 84
Dags. 11.9.2018
84. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 11. september 2018 og hófst hann
kl. 17:00
Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson formaður, Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður, Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður, Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður, Jón Egill Jónsson aðalmaður og Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi. Einnig sat Kristján Sturluson sveitarstjóri fundinn.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Dagskrá:
9. Viðbygging við Leifsbúð - 1809012
Umsóknin er samþykkt
10. Deiliskipulag Hvammar - 1802018
Afgreiðslu frestað til næsta fundar
1. Mælimastur í landi Sólheima - 1808009
Tryggvi Þór Herbertsson kynnti áformin og lagði fram gögn.
Samþykkt stöðuleyfi til tveggja ára. Skipulagsfulltrúa falið að leita álits umsagnaraðila.
3. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Breytingar - 1708016
Framlengdur var frestur á athugasemdum til 6. september, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki komu fram athugasemdir á þeim tíma.
Skipulagsstofnun gerði smávægilegar athugasemdir við orðalag í greinagerð, sem nefndin samþykkir.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingarnar á aðalskipulaginu.
5. Deiliskipulag við Borgarbraut - 1802017
Frestur til athugasemda var framlengdur til 6. september, í samræmi við 40. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir komu fram.
6. Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023
Frestur til athugasemda var framlengdur til 6. september, í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir komu fram frá Skipulagsstofnun varðandi greinargerð og betri afmörkun á svæðinu.
Nefndin samþykkir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða málið.
7. Umsagnarbeiðni - Nýp á Skarðsströnd - 1807006
Nefndin gerir ekki athugasemdir.
8. Skógrækt á Ósi í Saurbæ - 1808008
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ávörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi.
2. Kynning fyrir nýtt aðalskipulag - 1809014
Árni Geirsson frá Alta mætti á fundinn og kynnti fyrirtækið.
4. Tillaga að nýju aðalskipulagi 2018 - 1806027
Skýrslan er lögð fram til kynningar.
Til baka