Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 166

Dags. 18.10.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

166. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. október 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson, Kristján Sturluson og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína G. Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

 

Í upphafi fundar var fundargerð sveitarstjórnar frá 13. september 2018 lögð fram til afgreiðslu. Fundargerðin samþykk samhljóða og undirrituð.
 
Oddviti leggur til að mál 1807013-Vínlandssetur, tillaga í fundargerð Byggðaráðs, verði tekið á dagskrá og verði tekið fyrir sem 15. dagskrárliður.

 

Samþykkt samhljóða.
 
Oddviti leggut til að mál 1802005-Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, verði tekið fyrir sem 16. dagskrárliður.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Fjallskil 2018 - 1808006

Kynnt á fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.10.2018, lagt fram til afgreiðslu.

 

Afgreiðslu fjallskila frestað.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2. Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 3 - 1809027

Úr fundargerð 208. fundar Byggðaráðs Dalabyggðar 10.10.2018:

 

Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 3 - 1809027


Úr fundargerð byggðaráðs 25. september 2019:
Sveitarstjóri kynnti þau atriði sem taka þarf fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun.
Haldinn verður aukafundur í byggðaráði kl. 10 þann 10. okt. þar sem ráðið mun afgreiða tillögu um viðauka til sveitarstjórnar.


Samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðaukann.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3. Húsnæðisáætlun - 1709024

Drög að húsnæðisáætlun sem lögð voru fram á 165. fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018 lögð fram til afgreiðslu.

 

Tók til máls: Kristján.

 

Húsnæðisáætlun samþykkt í einu hljóði.

 

4. Ungmennaþing Vesturlands 2. til 3. nóvember 2018 - 1810001

Lagt fram boð um þátttöku fulltrúa sveitarstjórnar á síðari degi ungmennaþings Vesturlands sem haldið verður á Laugum 2. og 3. nóvember.

 

Tók til máls. Kristján


Lagt til að sveitarstjóri sé fulltrúi Dalabyggðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

5. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013

Bréf lögmanns Dalabyggðar til fasteignasölunnar Frón lagt fram.

 

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón, Ragnheiður, Skúli,

 

Einar Jón leggur til eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að boða fulltrúa Arnarlóns ehf til fundar um stöðuna í Laugamálinu.

 

Eyjólfur ber upp tillögu Einars Jóns felld með 5 atkvæðum (EB,RP,SHG, SHS og ÞJS) gegn 2 ((EJG og PJ).

 

Eyjólfur bar upp tillögu um að halda íbúafund þann 06.11. n.k.

 

Samþykkt samhljóða.

 

6. Samgöngumál - samgönguáætlun - 1810014

Samgönguáætlun 2019-2023 og 2019-2033 hefur verið lögð fram á Alþingi.

 

Tóku til máls: Sigríður,Einar Jón, Skúli, Ragnheiður, Þuríður, Pálmi, Kristján, Eyjólfur.

 

Sigríður leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar krefst þess að Alþingi og ríkisstjórn endurskoði áform sín um að tefja framkvæmdir á Snæfellsvegi um Skógarströnd í Dalabyggð þar til eftir árið 2023. Það er ljóst að framkvæmdir á þeim stofnvegi þola litla bið miðað við það slæma ástand sem vegurinn er kominn í, hversu mikil umferð fer um hann og auk þess hversu hættulegur hann er.

 

Í Dalabyggð er tíðni umferðarslysa hvað mest af sveitarfélögum á Vesturlandi og þar er eitt hættulegasta vegakerfi á landinu, auk þess sem fá sveitarfélög eru með jafn lágt hlutfall bundins slitlags. Vegurinn um Skógarströnd er mikilvæg hringtenging við Snæfellsnesið og myndu endurbætur á honum ýta undir möguleika á frekara samstarfi við sveitarfélögin þar., möguleika á stærra vinnusóknarsvæði, auka búsetugæði og vegaöryggi til muna.


Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur einnig Alþingi og ríkisstjórn til að leggja meira fé til endurbyggingar tengivega sem og annarra vega í Dalabyggð sem fyrst, auk fækkunar einbreiðra brúa í sveitarfélaginu með það að leiðarljósi að efla byggðina, auka atvinnumöguleika og samstarf við sveitarfélögin í kring, auka búsetugæði og síðast en ekki síst bæta öryggi til muna.

 

Um þessa vegi fara skólabörnin dag hvern en meirihluti skólabarna í Auðarskóla í Búðardal koma úr sveitunum í kring. Má þar nefna einna lengsta leið skólabarna af Fellsströnd og Skarðströnd í kringum Klofning þar sem þau ferðast tugi kílómetra hvern skóladag á lélegum, mjóum, holóttum malarvegi. Það er því ljóst að hvað öryggi varðar þá er ástand vegakerfisins í Dalabyggð algjörlega ólíðandi og ekki í takti við markmið samgönguáætlunar um öryggi.

 

Sveitarstjóra falið að vinna umsögn um samgönguáætlun sem lögð verði fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

 
Eyjólfur ber upp tillögu Sigríðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

7. Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar - 1810015

Tóku til máls. Einar Jón, Skúli, Sigríður, Pálmi, Eyjólfur.

 

Einar Jón leggur fram eftirfarandi ályktun:

Sveitarsjórn Dalabyggðar lýsir yfir stuðningi við sauðfjárbændur í sveitarfélaginu og hvetur þá til enn meiri samstöðu í sínum baráttumálum.

 

Ennfremur skorum við á stjórnvöld að taka tillit til sérstöðu Dalabyggðar á sviði sauðfjárræktar. Það er ljóst að árviss skerðing á tekjum sauðfjárbænda kemur sérstaklega illa við Dalabyggð þar sem um helmingur íbúa er með einum eða öðrum hætti beintengdur afkomu í greininni.

 

Eyjólfur leggur til að ályktun Einars Jóns verði vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

8. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni. - 1810016

Tillaga lögð fram.

 

Tóku til máls: Einar Jón, Skúli,

 

Einar leggur fram tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar felur fræðslunefnd að fara yfir drög að tillögu um frístundastyrki fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð. Fræðslunefnd er hvött til að ljúka þeirri vinnu fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

 

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Dalabyggð bíður upp á styrki til frístundaiðkunar barna og ungmenna á aldrinum 3-18 ára(framhaldsskólanema).

 

Framlagið er kr. 30.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi.

 

Vegna sérstöðu Dalabyggðar, þ.e. að flest ungmennin okkar eru í framhaldsskólum fjarri heimabyggð þá mega framhaldsskólanemar sem lögheimili eiga í Dalabyggð nýta styrkinn hvar sem er svo lengi sem að einhver neðangreindra skilyrða eru uppfyllt.

 

Ef ekkert framboð er af námskeiðum (íþróttaskóli) fyrir leikskólabörn í heimabyggð þá geta forráðmenn sótt um styrkinn og nýtt hann hvar sem er.

 

Aðrir sem sækja um styrkinn eru bundnir af því að nota hann í neðangreind atriði í Dalabyggð.


Hægt er að nýta frístundastyrk í:
- skipulagt frístundastarf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 8 vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, skátastarf og annað reglubundið frístundastarf,
- íþrótta- og tómstundanámskeið barna í leikskóla, 1. og 2. bekk. (íþróttaskóla)
- Árskort/sundkort,
- Nám í tónlistarskóla sem er samfellt í 10 vikur
- Árskort/mánaðarkort í líkamsræktarstöðvar

 

Greitt er tvisvar á ári, kr. 15.000 eru greiddar í janúar fyrir vorönn og kr. 15.000 í ágúst fyrir haustönn. Ef styrkurinn hefur ekki verið nýttur á vorönn nýtast kr. 30.000 á haustönninni.


Til að fá styrkinn greiddan þarf að skila greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar fyrir 1.febrúar á vorrönn eða 1.október á haustönn.

Eyjólfur ber tillöguna upp til atkvæða.

 

Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

9. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031

Úr fundargerð 165. fundar Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018:

 

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031

 

Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp.

 

Til máls tóku: Skúli, Kristján og Einar Jón.

 

Oddviti leggur fram tillögu um að sveitarstjóra verði falið að athuga þetta mál og leggja tillögu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Tóku til máls Kristján.

 

Fundur er fyrirhugaður með Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð 23. október næstkomandi.

 

Oddviti ber upp að fresta málinu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

10. Skógrækt - Fremri Hrafnabjörg - umsókn um framkvæmdaleyfi - 1809035

Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018:

 

Skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi - 1809035

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði gefið út að því tilskyldu að fyrir liggi samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

11. Umsókn um skráningu nýrra landeigna - Lambabrekka - 1810006

Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018:

 

Umsókn um skráningu nýrra landeigna - Lambabrekka - 1810006

 

Nefndin samþykkir erindið, en bendir á að lóðin er afmörkuð úr landi Ytri Hrafnabjarga, en ekki Geirshlíðar, eins og getið er í uppdrætti.

 

Samþykkt samhljóða.

 

12. Félagsleg heimaþjónusta - 1809007

Úr fundargerð 49. fundar félagsmálanefndar Dalabyggðar 26.09.2018:


1809007 - Félagsleg heimaþjónusta


Lagt fram yfirlit frá verkstjóra félagslegrar heimaþjónustu.

 

Í dag þiggja tólf heimili þjónustu sem veitt er af fimm starfsmönnum.
Svipaður fjöldi þjónustuþega hefur verið undanfarin ár. Að sögn verkstjóra gengur heimilisþjónustan vel.

 

Nefndin leggur til að athugað verði með skipulagt samstarf milli heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Það verði skoðað með tilliti til nýrra persónuverndarlaga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

13. Tækifærisleyfi 2018 - 1711032

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna tækifærisleyfa:

 
1. Sviðaveisla 26.10.2018.
2. Dansleikur 27.10.2018.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfa 26.10.2018 og 27.10.2018.

 

Samþykkt samhljóða.

 

14. Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 1810017

Tóku til máls: Kristján,

 

Kristján leggur til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

15. Vínlandssetur - 1807013

Úr fundargerð 207. fundar Byggðarráðs Dalabyggðar 25. september 2018:

 

Vínlandssetur - 1807013


Umræða um stöðu varðandi framkvæmdir við Vínlandssetur.

 

Bjarheiður ferðamálafulltrúi kemur á fundinn undir þessum dagskrárlið.

 

Byggðaráð samþykkir að sótt verði um fjárframlag frá Byggðastofnun fyrir milligöngu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að hafnar verði framkvæmdir við breytingar á Leifsbúð vegna Vínlandsseturs. Sveitarstjóra falið að gera tillögu um framkvæmdanefnd sem hafi yfirumsjón með framkvæmdunum.

 

Samþykkt að sveitarstjóra verði falið að ræða við núverandi rekstraraðila í Leifsbúð.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Tóku til máls: Kristján, Skúli, Einar Jón, Pálmi, Eyjólfur.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

16. Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 1802005

Úr fundargerð Félagsmálanefndar 25. september 2018:


Félagsmálanefnd hvetur sveitarstjórn til að taka tillit til þess við úthlutun fjárveitinga hvort íþróttafélög og önnur félög sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga setji sér siðareglur, viðbraðgsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi

 

Til máls tóku: Ragnheiður.

 

Ragnheiður bar fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður að setja það skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða uppá frístundaiðkun fyrir börn og unglinga að flögin setji sér siðareglur.

Jafnframt verði gerðar viðbragðsáætlanir og þjálfarar og annað umsjónarfólk fái fræðslu um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Þá eiga félögin að tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun og Dalabyggð fylgist með því að þessu sé framfylgt.

 

Samþykkt samhljóða.

 

17. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 86 - 1810001F

Samþykkt í einu hljóði.

 

18. Byggðarráð Dalabyggðar - 208 - 1809007F

Tóku til máls: Einar Jón, Skúli,

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

19. Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 49 - 1809004F

Fundargerðin samþykkt í einu hljóði.

 

20. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 4 - 1809003F

Tóku til máls: Kristján, Skúli,

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

21. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 85 - 1809002F

Samþykkt samhljóða.

 

22. Byggðarráð Dalabyggðar - 207 - 1808003F

Samþykkt samhljóða.

 

23. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 3 - 1809001F

Samþykkt samhljóða.

 

24. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 18 - 1809006F

Tóku til máls: Einar Jón, Ragnheiður, Skúli,

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

25. Fræðslunefnd Dalabyggðar - 86 - 1805002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

26. Dalagisting ehf - fundargerðir - 1807004

Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. frá 24.09.2018 lögð fram.

 

Tóku til máls: Einar Jón, Eyjólfur.

 

Lagt fram

 

27. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2018 - 1802003

Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.08.2018, 26.09.2018 og 10:10:2018 lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram.

 

28. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit. - 1809030

Fundargerð Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 6.10.2018 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

 

 


 Til baka