Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 87

Dags. 25.10.2018

87. fundur fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 25. október 2018 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Sigríður Huld Skúladóttir formaður, Eva Björk Sigurðardóttir aðalmaður, Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Egill Jóhannsson aðalmaður, Kristján Sturluson sveitarstjóri, Ingibjörg Anna Björnsdóttir varamaður og Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna. Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri boðaði forföll.


Fundargerð ritaði: Eva Björk Sigurðardóttir

 


Dagskrá:


1. 1809011 - 100 ára afmæli UDN

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir í tilefni þess að Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga UDN átti hundrað ára afmæli á árinu að ráðast í endurbætur á íþróttavellinum í Búðardal.

 

Oddviti leggur til að tillögu Einars Jóns verði vísað til fræðslunefndar til afgreiðslu:


Íþrótta og tómstundafulltrúi tekur til máls og talar um þá styrki sem hafa fengist til endurbóta á íþróttasvæði í Búðardal. Mikill peningur hefur farið í jaðvegsvinnu í brekkunni við íþróttavöllinn í Búðardal, þó á eftir að klára að þökuleggja og jafnvel sá í brekkuna.

 

Íþrótta og tómstundafulltrúi hefur sótt um styrk hjá UMFÍ til endurbóta á vellinum. Þarf að fara í lagfæringu á vellinum sjálfum. Hugmynd kom upp með að mynda skjól með trjám í samvinnu við UDN.


Hugmynd að afmælisgjöf frá Dalabyggð til UDN yrði í formi peningarupphæðar sem yrði eyrnamerkt ákveðnu verkefni til endurbóta á íþróttavellinum í Búðardal, í samvinnu við stjórn UDN.

 
Íþrótta og tómstundafulltrúa falið að kanna hjá stjórn UDN hvað helst þyrfti að gera og kostnað við það.


Nefndin styður eindregið að ráðist verði í endurbætur á íþróttavellinum í tilefni af 100 ára afmæli UDN.

 

2. 1810019 - Íþrótta og tómstundastarf 2018-2019

Jón Egill Jónsson mætir á fundinn og fer yfir tómstundastarf með nefndinni:

 

Jón Egill  Jónsson tekur til máls.
Í dag eru 11 krakkar sem fara  í Borgarnesi til að æfa íþróttir en þetta er gert til að koma til móts við aðstöðuleysi. Foreldrar hafa tekið að sér að safna saman í bíla og keyra krakkana á milli.

 
Margt er í boði fyrir krakka, skátar, fótboltaæfingar, glíma, félagsmiðstöð fyrir 8-10 bekk og 5-7 bekk og unglingadeild björgunarsveitarinnar.


Starf eldri borgara hefur farið rólega af stað.


Íþrótta og tómstundafulltrúi mun setja saman og senda út dagskrá vegna íþrótta og tómstunda í Dalabyggð á næstunni.


Hugmynd kom upp um að það yrði lifandi skjal á vefsíðu Dalabyggðar þar sem hægt era ð færa inn jafn óðum það sem í boði er.

 

3. 1810018 - Ungmennaráð Dalabyggðar

Oddviti leggur til að tómstundafulltrúi í samráði við ungmenni komi með tillögu að skipan Ungmennaráðs Dalabyggðar. Samþykkt í einu hljóði

 

Jón Egill Jónsson tekur til máls:
Opið ungmennaráð myndi henta litlu sveitarfélagi eins og Dalabyggð mjög vel.

 

Í opnum ungmennaráðum eru haldin ungmennaþing fjórum sinnum á ári og tillögum þeirra þinga yrðu síðan send áfram til sveitarstjórnar.

 

Ungmennaráð hefur ekki verið skipað, það þarf að gera með lýðræðislegum hætti.

 

Ungmennaþing verður haldið 24 nóvember þar verður kosið og tillaga um einstaklinga í ungmennaráð verður lögð fyrir fræðslunefnd til staðfestingar.

 

 

4. 1810016 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni.

Einar leggur fram tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar felur fræðslunefnd að fara yfir drög að tillögu um frístundastyrki fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð. Fræðslunefnd er hvött til að ljúka þeirri vinnu fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

 

Nefndin hefur ákveðið að  halda áfram vinnu við útfærslu úthlutunar á styrkjum og hvetur sveitarstjórn til að gera ráð fyrir auknu fjármagni vegna frístundastyrkja á fjárhagsáætlun 2019

 

5. 1806030 - Fræðslunefnd - erindisbréf

Lagt var til að kafli VIII ,Starfsmannamál, yrði endurskoðaður m.t.t nýrra persónuverndarlaga. Rætt var um hvort þessi kafli stæðist ný persónuverndarlög.

 

Formaður hefur sent persónuverndarfulltrúa Dalabyggðar erindi varðandi erindisbréf fræðslunefndar. Persónuverndarfulltrúi segir aðra grein kafla VIII stangast á við hin nýju persónuverndarlög.


Persónuverndarfulltrúi gerir einnig athugasemd við kafla V í erindisbréfi um ritun í trúnaðarbók.


Nefndin ákveður að formaður muni gera þær breytingar á erindisbréfi sem persónuverndarfulltrúi leggur til sem og aðrar nauðsynlegar breytingar.

 

Sveitarstjórn mun síðan fá fullklárað erindisbréf til skoðunar og samþykkis.

 

6. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar

Niðurstaða frá síðasta fundi:
Rætt var um hvort skólastefna Dalabyggðar þyrfti endurskoðun og lagt var til að fundarmenn myndu lesa skólastefnuna vel yfir og kæmu með ábendingar til endurskoðunar á næsta fræðslunefndarfundi.

Skólastjóri mun leggja fyrir umræðu um skólastefnuna á starfsmannafundi, skólaráðsfundi og foreldrafélagsfundi.

Fólk er hvatt til að kynna sér skólastefnu Dalabyggðar og koma með ábendingar til nefndarmanna.

 

Frestað fram yfir áramót.

 


7. 1803008 - Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019

Skólastarfið 2018-2019
*starfsmannahald
*samræmd próf
*námsmat
*menntun fyrir alla
*skólastarfið, almennt

 

Frestað

 

8. 1810020 - Starfsáætlun Auðarskóla 2018-2019


Frestað

 

9. 1803009 - Auðarskóli - Skóladagatöl 2018-2019

Frá fundargerð fræðslunefndar sem var haldinn þann 03.05.2018

Skóladagatöl lögð fram og yfirfarin. Lagt til að fræðslunefnd samþykki skóladagatöl fyrir skólaárið 2018-2019.

 

Frestað

 

10. 1810021 - Hljóðvist í Auðarskóla

Kristján Ingi mætir á fundinn og kynnir skýrslu frá Verkís um hljóðvist í Auðarskóla bæði leik- og grunnskóla og mötuneytið í Dalabúð.


Gerð var hljóðmæling í leik og grunnskóla og einnig mötuneytinu í Dalabúð.
Farið yfir skýrslu og komið með hugmyndir að lausnum. 

 

Gerð verður kostnaðaráætlun fyrir hljóðdempum.

 

 

11. 1810003 - Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Kristján sveitarstjóri fer yfir þörf verkefni fyrir fjárhagsáætlunargerð sem snúa að skólanum og skólaumhverfinu.


Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

 

Næsti reglulegi fræðslunefndarfundur er áætlaður föstudaginn 23. nóvember  kl 13.00

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16:00

 

 

 

 

 


 Til baka