Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 88

Dags. 23.11.2018

88. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 23. nóvember 2018 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Sigríður Huld Skúladóttir formaður, Eva Björk Sigurðardóttir aðalmaður, Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Egill Jóhannsson aðalmaður, Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir varamaður, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri og Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna.

 

Fundargerð ritaði:  Eva Björk Sigurðardóttir


Dagskrá:

 

1. Starfsáætlun Auðarskóla 2018-2019 - 1810020

Hlöðver kynnir starfsáætlun Auðarskóla.

 

Skólasóknarkerfi grunnskóladeildar Auðarskóla mun verða tekið upp og farið að vinna eftir því frá 1. desember 2018

 

2. Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019 - 1803008

Skólastarfið 2018-2019
*starfsmannahald
*samræmd próf
*námsmat
*menntun fyrir alla
*skólastarfið, almennt

 

Skyndihjálparnámskeið var haldið fyrir alla starfsmenn 15. ágúst.
Fulltrúar skólans fóru á ráðstefnu um læsi í Rvík.
Fjölgun barna á leikskólanum í byrjun skólaárs.
Lengd viðvera barna á yngsta stigi fullmönnuð.
Áhættumat Auðarskóla klárað.
Söfnun fyrir Danmerkurferð er hafin hjá elsta stigi.
Smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum tókst vel. Niðurstöður samræmdra prófa liggja fyrir og að sögn skólastjóra komu prófin vel út.

 

3. Auðarskóli - Skóladagatöl 2018-2019 - 1803009

Dagsetning smiðjuhelgar næstu annar mun breytast. Skólastjóri mun færa hana inn þegar dagsetning hefur verið ákveðin.

 

4. Reglur mötuneytis Auðarskóla - 1811020

Lagt er til að nefndarmenn kynni sér reglur mötuneyta í skólum og komi með hugmyndir á næsta fræðslunefndarfund.

 

5. Breytingar á gjaldskrám Auðarskóla - 1811021

Í fjárhagsáætlun er meðal annars gengið út frá eftirfarandi breytingu á gjaldskrám skólaárið 2019-2020

 

Hámarksdvöl barna í leikskólum verði 8 klst. næsta skólaár.


Hámarksdvöl barna í leikskóla ern ú 9,5 klst.

 

Fræðslunefnd finnst það of stórt stökk að minnka hámarksdvöl um 1,5 klst.í einu skrefi og leggur til að hámarksdvöl verði minnkuð niður í 8,5 klst. á dag.

 

6. Fræðslunefnd - erindisbréf - 1806030

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi

 

Tillaga lögð fram og samþykkt af fræðslunefnd.

 

7. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni - 1811022

 

Tillaga að breytingum lögð fram og samþykkt.

 

Fundargerð yfirfarin og samþykkt.
Næsti reglulegi fræðslunefndarfundur er áætlaður 25. janúar 2019, kl. 13:00

 

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:40Til baka