Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 88

Dags. 7.12.2018

88. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 7. desember 2018 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Vilhjálmur Arnórsson, Jón Egill Jónsson, Kristján Sturluson, Kristján Ingi Arnarson og Bogi Kristinsson Magnusen.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

 

Sveitarstjórn Dalabyggðar kom inn á fundinn um 14.30 til að fjalla um lið 3 á dagskrá: Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs - 1811005.
 
Við bættust sveitarstjórnarmennirnir:
Einar Jón Geirsson
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Pálmi Jóhannsson
Skúli Guðbjörnsson
Þuríður Sigurðardóttir

 

Dagskrá:

 

Málið varðar selaker sem sótt var um að setja niður við höfnina.


1. Gefum selum lengra líf - 1709012

Umhverfis- og skipulagsnefnd bíður enn álits frá Umhverfisstofnun varðandi verkefnið, en borist hafa umsagnir frá Matvælastofnun og Hafrannsóknarstofnun, þar sem fram kom að dýrahald sé ekki leyfilegt nema með leyfi Umhverfisstofnunar.


Nefndin gagnrýnir að framkvæmdir við selakerið hafi hafist án þess að leyfi liggi fyrir.


Nefndin óskar eftir því að fá fulltrúa Húsdýragarðsins ásamt Svavari Garðarssyni á fund þegar umsagnir eru komnar fram.

 

 

2. Beiðni um leyfi til að hafa sjókví við flotbryggjuna í Búðardal - 1811016

Úr fundargerð 213. fundar byggðarráðs frá 20. nóvember 2018:
Beiðni um leyfi til að hafa sjókví við flotbryggjuna í Búðardal - 1811016
Erindið er sent til hafnarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknarinnar þar til umhverfis- og skipulagsnefnd hefur lokið umfjöllun um málið.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar að leitað verði umsagnar þeirra aðila sem nú þegar eru að nýta höfnina.
Ekki er að svo stöddu tekin afstaða til undanþágu frá hafnargjöldum. Ef til þess kæmi væri skilyrði að öll tilskilin leyfi væru til staðar.

 

Úr fundargerð 214. fundar byggðarráðs frá 22. nóvember 2018:
Beiðni um leyfi til að hafa sjókví við flotbryggjuna í Búðardal - 1811016
Fyrir liggur að búið er að koma sjókvíinni fyrir í höfninni án þess að byggðarráð sem hafnarstjórn hafi veitt til þess leyfi.
Byggðarráð fór og skoðaði sjókvína og aðstöðuna við höfnina. Rætt var við Svavar Garðarsson.
Byggðarráð hefur ekki veitt leyfi fyrir sjókvínni. Byggðarráð beinir því til umsækjanda um leyfið að kvíin verði fjarlægð úr höfninni ekki síðar en 28. nóvember næstkomandi. Þangað til verður sett keðja og skilti til að takmarka aðgang niður á flotbryggjuna.
Samþykkt samhljóða.

 

Málinu er frestað sbr. mál 1709012.

 

3. Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs - sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar. - 1811005

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að vinna lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana fyrir breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða þar sem óskað er eftir umsögnum viðeigandi stofnana og athugasemda hagsmunaaðila sbr. bókum nefndarinnar frá 9.11.2018.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

 Til baka