Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 7

Dags. 8.1.2019

7. fundur Atvinnumálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 8. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Pálmi Jóhannsson, Garðar Vilhjálmsson, Gyða Lúðvíksdóttir, Þórey Björk Þórisdóttir, Einar Jón Geirsson og Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ferðamálafulltrúi

 

Einnig sat fundinn Kristján Sturluson sveitarstjóri og ritaði fundinn, undir 3. dagskrárlið.

 

Dagskrá:

 

1. Tjaldsvæðið Búðardal - 1804010

Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði út rekstur tjaldsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi forsendur. Reksturinn verði boðinn út til þriggja ára, með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Að þeim tíma liðnum verði auglýst að nýju.

 

2. Fundur um bændaspjall - 1901008

Fjallað um fund sem nýverið var haldinn á Hólmavík fyrir tilstilli Vestfjarðastofu um möguleika í slátrun á smærri skala.

 

Bjarnheiður vék af fundi undir dagskrárlið 3.


3. Eiríksstaðir 2018 - 1804009

Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði út rekstur Eiríksstaða í samræmi við fyrirliggjandi forsendur. Reksturinn verði boðinn út til þriggja ára, með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Að þeim tíma liðnum verði auglýst að nýju.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30Til baka