Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 218

Dags. 31.1.2019

218. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 31. janúar 2019 og hófst hann kl. 09:30


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Lagt er til að mál 1902043 - Skólaakstur 2019 - 2022 verði tekið á dagskrá. Verður 14. dagskrárliður og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.


Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Reglur um birtingu skjala með fundargerðum - 1901026

Afgreiðslu þessa máls var frestað á fundi byggðarráðs 24. janúar sl.


Tlllaga að reglum um birtingu skjala með fundargerðum.
Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður og persónuverndarfulltrúi kemur á fundinn.

 

Byggðarráð sammþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar. Reglurnar verði endurskoðaðar eftir eitt ár.


Samþykkt samhljóða.

 

3. Íbúaþing 2018 - 1807002

Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Íbúaþing - 1807002
Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúaþing verði haldið í byrjun mars. Byggðarráði er falið að gera tillögu að tímasetningu sem lögð verði fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 14. febrúar. Sveitarstjórn felur Byggðarráði að undirbúa og skipuleggja íbúaþingið ásamt sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.


Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl., sem Pálmi Jóhannseson formaður atvinnumálanefndar sat, var ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að íbúaþing yrði haldið 9. mars í Tjarnarlundi.

 

Stefnt á undirbúningsfund sveitarstjórnar vegna íbúaþings 7. febrúar.

 

Sveitarstjóra falið að semja við ráðgjafa vegna fundarins.

 
Samþykkt samhljóða.

 

4. Tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis - 1901003

Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl. var sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með Húseiningum ehf.


Kjartan Ragnarsson mætir á fundinn.

 

Kjartan kynnti þá möguleika sem Húseining ehf. getur boðið varðandi byggingu á íbúðarhúsnæði.

 

5. Ráðning slökkviliðsstjóra - 1810011

Málið kynnt.

 

6. Bygging íbúðahúsnæðis. - 1901038

THE Ráðgjöf ehf. hefur áhuga á að koma að byggingu íbúðahúsnæðis í Dalabyggð.


Þorgeir Elíasson mætir á fundinn.

 

Þorgeir kynnti þá möguleika sem THE ráðgjöf ehf getur boðið varðandi byggingu íbúðarhúsnæðis.

 

7. Bygging íbúðahúsnæðis - 1901027

Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl. var ákveðið að fundað yrði með Hrafnshóli ehf.

 

Fundað hefur verið með Hrafnshóli ehf.

 

8. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031

Drög að samstarfssamningi lögð fram.

 

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.
Samþykkt samhljóða.

 

9. Endurskoðun þjónustusamninga - 1810030

Umræða um framtíðarfyrirkomulag á félagsþjónustu og þjónustu við folk með fötlun.

 

Byggðarráð tekur undir niðurstöðu félagsmálanefndar frá 30.01.2019.

 

10. Úrvinnslugjald vegna bifreiða - 1901023

Afgreiðslu þessa máls var frestað á fundi byggðarráðs 24. janúar sl.

 

Sveitarstjóra falið að ræða við Úrvinnslusjóð.

 

11. Trúnaðarbók byggðaráðs - 1901024

Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl. voru afgreidd mál sem skráð voru í trúnaðarbók.

 

Til skýringar á fundargerð frá 24. janúar sl. er hér bókað að málin sem afgreidd voru í trúnaðarbók voru tvö. Vegna persónuverndar er ekki heimilt að skrá upplýsingar um þau í opinbera fundargerð.

 

12. Sameinuð almannavarnanefnd á Vesturlandi - 1712010

Staða varðandi ráðningu starfsmanns fyrir Almannavarnanefnd Vesturlands.

 

Rætt um greiðslufyrirkomulag vegna starfsmanns Almannavarnanefndar Vesturlands.

 

13. Tjaldsvæðið Búðardal - 1804010

Skilgreining á því hvaða svæði fellur undir tjaldsvæðið.

 

Samþykkt að stæði bak við skólann verði hluti af tjaldsvæði.
Samþykkt samhljóða.

 

14. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043

Samningar um skólaakstur renna út næsta vor. Ákveða þarf með fyrirkomulag skólaaksturs frá og með skólaárinu 2019-2020.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skólaakstur verði boðinn út. Útfæra þarf frekar tillögur um hvernig fyrirkomulagið verði.


Samþykkt samhljóða.

 

2. Skjalavistunaráætlun 2019 - 2024 - 1901022

Afgreiðslu þessa máls var frestað á fundi byggðarráðs 24. janúar sl.


Drög að skjalavistunaráætlun fyrir Dalabyggð 2019-2024 lögð fram.

 
Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður og persónuverndarfulltrúi kemur á fundinn.

 

Skjalavistunaráætlun og ábendingar frá Þjóðskjalasafni kynntar. Reglur um skjalavörslu eru í vinnslu og munu fara inn í skjalavistunaráætlunina.

 

15. Fræðsluferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi - 1901039

Drög að dagskrá fræðsluferðar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

16. Endurskoðun kosningalaga - óskað athugasemda - 1812028

Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Endurskoðun kosningalaga - 1812028
Hinn 24. október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga. Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019.
Á fyrstu stigum vinnunnar er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.
Tóku til máls: Ragnheiður, Kristján,
Sveitarstjórn felur byggðarráði og sveitarstjóra að svara erindinu. Leitað verði umsagnar hjá kjörstjórn.
Samþykkt samhljóða.

 

Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl. var sveitarstjóra falið að svara erindinu eftir samráð við kjörstjórn.

 

Umsögnin lögð fram til kynningar.

 

 

17. Fyrirspurn um breytingar á fjárhagsáætlun 2016 - 1804001

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent Dalabyggð bréf þar sem óskað er frekari skýringa vegna misræmis milli ársreiknings 2016 og viðauka við fjárhagsáætlun sama árs.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30

 

 

 

 Til baka