Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 89

Dags. 25.1.2019

89. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 25. janúar 2019 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Sigríður Huld Skúladóttir, Eva Björk Sigurðardóttir, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson, Jón Egill Jóhannsson, Hlöðver Ingi Gunnarsson og Jón Egill Jónsson.

 

Fundargerð ritaði:  Eva Björk Sigurðardóttir ritari

 

Dagskrá:

 

 

1. Sameiginleg vinna um framtíð og uppbyggingu íþróttavallarins í Búðardal - 1901015

Nauðsynlegt er að skýrt sé hver eigi að sjá um viðhald og rekstur á vellinum.
Dalabyggð á völlinn en eðlilegast væri að UDN myndi sjá um hann.

 

Skoða þarf hvort sé til skipulag af svæðinu og ef ekki hvort eigi að gera nýtt miðað við framtíðarsýn svæðisins.

 

Fræðslunefnd felur stjórn UDN að leggja fram áætlun með þeim atriðum sem þarf að bæta á vellinum, sem og framtíðarsýn. Einnig ítrekar fræðslunefnd þá bókun sem gerð var á fundi fræðslunefndar þann 25.10.2018, 1. mál 1809011.

 

2. Farsímanotkun nemenda á skólatíma - 1901032

Mikilvægt er að fá að heyra hvernig viðhorf samfélagsins er til snjalltækjanotkunar á skólatíma. Skólastjóri leggur til að fræðslunefnd hitti nemendaráð á næsta fundi.

 

Fræðslunefnd óskar eftir áliti frá skólaráði og ungmennaráði um snjalltækjanotkun nemenda á skólatíma.

 

Skólastjóri fagnar umræðunni og segir að það standi til að fá fyrirlestur frá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.

 

3. Ungmennaráð Dalabyggðar - 1810018

Oddviti leggur til að tómstundafulltrúi í samráði við ungmenni komi með tillögu að skipan Ungmennaráðs Dalabyggðar. Samþykkt í einu hljóði.

 

Íþrótta og tómstundafulltrúi segir frá ungmennaþingi sem haldið var 24.11.2018. Nokkrir einstaklingar buðu sig fram í ungmennaráð og eftirfarandi ungmenni voru valin.

Árdís Lilja Kristjánsdóttir
Hólmfríður Tania
Soffía M. Kristjánsdóttir

Fræðslunefnd staðfestir val ungmenna í ungmennaráð Dalabyggðar en bendir á að enn vanti einn aðila í ungmennaráðið samanber skipunarbréfi Dalabyggðar.

 


4. Velferðarstefna Vesturlands - 1901012

Drög að Velferðarstefnu Vesturlands lögð fram til umsagnar.

 

Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á að efla þurfi aðgengi allra, óháð búsetu, að sálfræðiþjónustu. Sú sálfræðiþjónusta sem nú er í boði annar engan veginn þeirri þörf sem er hér til staðar.


Leggja þarf meira fjármagn í þessa þjónustu.

 

Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

 

Næsti reglulegi fræðslunefndarfundur er áætlaður: 22.febrúar 2019

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30

 

 Til baka