Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 237

Dags. 28.11.2019

237. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 28. nóvember 2019 og hófst hann kl. 10:05


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025

Gjaldskrár:
Hækka um 2,5%. Hlutfall fráveitu og vatnsgjald lækkar þannig að hækunn verði í samræmi við þetta.

 
Grunngjald vegna dýrahræja verður kr. 18.000 miðað við 20 kindur eða 5 stórgripi eða minna. Vinna við þessa gjaldskrá er enn í gangi

 
Breytingatillögur:
Heilbrigðismál hækka vegna aukins kostnaðar við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Aðgangseyrir Byggðasafns tekinn út þar sem safnið verður ekki opið næsta sumar.
Kostnaður vegna byggðasamlags um slökkvilið færist úr A í B hluta.
Breytingar í framhaldi af ákvörðun um skuld Silfurtúns við aðalsjóð.
Hætt verður að senda álagningar- og greiðsluseðla á pappír.
Fjárfestingar í heild óbreytt upphæð en kostnaður lækkar við suma liði en hækkar við aðra.

 

Verður tekið til afgreiðslu á fundi byggðarráðs 6. desember.

 
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.

 

2. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar - 1911006

Dalabyggð þarf mögulega að lána Hvömmum hses. kr. 8.000.000 fyrir greiðslu 1. desember og gera kaupsamning ef skráning hjá RSK verður ekki komin í gegn.

 

Byggðarráð staðfestir heimild til að lána Hvömmum hses til skamms tíma.

 
Samþykkt samhljóða.

 

3. Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki VI - 1911022

Dalabyggð fær 6 milljónir vegna íbúðabygginga sbr. viljayfirlýsingu sem var undirrituð 8. nóvember sl. Viðauka þarf til þess að hægt sé að yfirfæra þetta fé til Hvamma hses.

 

Samþykkt samhljóða að leggja viðauka fyrir sveitarstjórn.

 

4. Fjárhagsáætlun 2019 - frávik frá viðauka I - 1902029

Umræða að lán til Dalaveitna verði frá aðalsjóði í stað utanaðkomandi fjármögnunar.

 

Samþykkt samhljóða að fjármögnun verði lán úr aðalsjóði í stað utanaðkomandi láns.

 

5. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun - 1906005

Úr fundargerð 183. fundar sveitarstjórnar 14.11.2019, dagskrárliður 4:
1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við nokkur atriði í jafnréttisáætlun Dalabyggðar.


Tillaga:
Sveitarstjórn felur byggðarráði að gera breytingar í samræmi við athugasemdir Jafnréttisstofu og staðfesta áætlunina fyrir hönd Dalabyggðar.


Samþykkt samhljóða.

 

Frestað til 6. desember.

 

6. Rekstur vatnsveitu - vatnsgjald - 1911014

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna vatnsgjalds.

 

Lagt fram.

 

7. Árblik - viðhald - 1803025

Erindi frá Kvenfélaginu Fjólu vegna Árbliks.

 

Þrif á stólum fari fram sem fyrst.

 
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 1.000.000 í viðhald vegna Árbliks.

 

8. Samstarfssamningur 2020 - 1911019

Með tölupósti dags 22. nóvember óskar Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) eftir að endurnýja samstarfssamning við Dalabyggð sem rennur út í lok árs 2019.

 

Sveitarstjóra falið að ræða við UDN um samning.


Samþykkt samhljóða.

 

9. Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda - 1902026

Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri hittu forsvarsmann Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. 12. nóvember sl.

 

Frestað.

 

10. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019 - 1901005

Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
Frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.
Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

 

Byggðarráð telur að breytingar sem koma fram í frumvarpi til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu) séu mjög til bóta. Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn um málið.


Samþykkt samhljóða.

 

11. Trúnaðarbók byggðaráðs - 1901024

Fært í trúnaðarbók vegna persónuverndarsjónarmiða.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

 

 

 

 

 

 


 Til baka