Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 184

Dags. 12.12.2019

184. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. desember 2019 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson, Kristján Sturluson, Anna Berglind Halldórsdóttir og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri

 

Lagt til að eftirfarandi málum verði bætt á dagskrá:
1910002F - Fundargerð 94. fundar fræðslunefndar Dalabyggðar sem verði dagskrárliður 25.
1910011F -Fundargerð 99. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar sem verði dagskrárliður 26.
1912017 Gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands hf., mál til kynningar, sem verði dagskrárliður 33.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við þessa breytingu.


Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar - 1806011

Eva Sigurðardóttir aðalmaður í fræðslunefnd hefur látið af setu sem aðalfulltrúi í nefndinni.

 

Tillaga um Heiðrúnu Söndru Grettisdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd.

 
Samþykkt samhljóða.

 

2. Gjaldskrár 2020 - 1903025

Gjaldskrár vegna 2020 lagðar fram. Gjaldskrár hækka um 2,5%.

 

Álagningarhlutfall fráveitu og vatnsgjald lækkar þannig að hækkun verði í samræmi við þessa breytingu.

 

Gjaldskrár vegna Íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum, hundahalds og Slökkviliðs Dalabyggðar verða afgreiddar á fundi sveitarstjórnar í janúar. Stjórn Dalaveitna ehf. tekur ákvörðun um gjaldskrá þess félags.

 

Tóku til máls: Kristján, Anna Berglind, Eyjólfur.

 

Gjaldskrá fyrir hirðingu, eyðingu og mótttöku sorps í Dalabyggð.
Samþykkt með 6 (EJG,SHS,ÞJS,EIB,RP,PJ) atkvæðum einn á móti (ABH).

 

Gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar
Samþykkt samhljóða.

 

Gjaldskrá félagsheimila
Samþykkt samhljóða

 

Gjaldskrá - byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.

 

Gjaldskrá fyrir Silfurtún
Samþykkt samhljóða.

 

Gjaldskrá Auðarskóla
Samþykkt samhljóða.

 

Gjaldskrá vatnsveitu
Samþykkt samhljóða

 

Gjaldskrá fráveitu
Samþykkt samhljóða

 

3. Fjárhagsáætlun 2020-2023, síðari umræða - 1903025

Frá 237. fundi byggðarráðs 28.11.2019, dagskrárliður 1:
1.
Gjaldskrár:
Hækka um 2,5%. Hlutfall fráveitu og vatnsgjald lækkar þannig að hækunn verði í samræmi við þetta.
Grunngjald vegna dýrahræja verður kr. 18.000 miðað við 20 kindur eða 5 stórgripi eða minna. Vinna við þessa gjaldskrá er enn í gangi
Breytingatillögur:
Heilbrigðismál hækka vegna aukins kostnaðar við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Aðgangseyrir Byggðasafns tekinn út þar sem safnið verður ekki opið næsta sumar.
Kostnaður vegna byggðasamlags um slökkvilið færist úr A í B hluta.
Breytingar í framhaldi af ákvörðun um skuld Silfurtúns við aðalsjóð.
Hætt verður að senda álagningar- og greiðsluseðla á pappír.
Fjárfestingar í heild óbreytt upphæð en kostnaður lækkar við suma liði en hækkar við aðra.
Verður tekið til afgreiðslu á fundi byggðarráðs 6. desember.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.

Frá 238. fundi byggðarráðs 6.12.2019, dagskrárliður 10:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Til viðbótar við það sem tilgreint var á fundinum 28. nóv. sl. koma til útgjöld vegna jafnlaunavottunar (kr. 2.000.000), ráðgjafaverkefna (umferðarmál o.fl. kr. 300.000) og kynningarmála (kr. 500.000). Fjárfestingar hækka um kr. 1.000.000 (undirbúningur íþróttamannvirkja)
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu með framangreindum breytingum og þeim breytingatillögum sem bókaðar voru á fundi ráðsins 28. nóv. sl.

Tók til máls: Kristján, Einar Jón,


Einar Jón lagði fram eftirfarandi tvær tillögur:
Fyrri tillaga Einars Jóns: Sveitarsjórn Dalabyggðar samþykkir að unnið verði að því að selja eða bjóða út rekstur allra félagsheimila í eigu sveitarfélagsins, eftir að eignarhald á þeim hefur verið skilgreint.
Tóku til máls: Anna Berglind, Ragnheiður, Sigríður, Þuríður, Einar Jón, Eyjólfur.

 Einar Jón dregur tillögu sína til baka.

 

Önnur tillaga Einars Jóns: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að jörðin Sælingsdalstunga verði sett á sölu.
Tóku til máls: Ragnheiður, Sigríður, Eyjólfur, Þuríður, Einar Jón.
Einar Jón dregur tillögu sína til baka.

 

Breytingatillögur byggðarráðs lagðar fram.


Samþykkt samhljóða.

 

Greinargerð og tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram.


Samþykkt samhljóða.

 

4. Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki VI - 1911022

Úr fundargerð 237. fundar byggðarráðs 28.11.2019, dagskrárliður 3:
1911022 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki VI
Dalabyggð fær 6 milljónir vegna íbúðabygginga sbr. viljayfirlýsingu sem var undirrituð 8. nóvember sl. Viðauka þarf til þess að hægt sé að yfirfæra þetta fé til Hvamma hses.
Samþykkt samhljóða að leggja viðauka fyrir sveitarstjórn.

Tók til máls: Kristján.


Lögð fram breytingartillaga um að Dalabyggð hafi heimild til að lána Bakkahvammi hses allt að kr. 5.500.000.-


Samþykkt samhljóða


Tillagan lögð fram í heild.


Samþykkt samhljóða.

 

5. Blönduhlíð - umsókn um vegsvæði - 1911029

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 4:
1911029 - Blönduhlíð - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.


Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Umsókn um vegsvæði - Blönduhlíð.

 
Samþykkt samhljóða.

 

6. Bugðustaðir - umsókn um vegsvæði - 1911027

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 5:
1911027 - Bugðustaðir - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.


Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Bugðustaðir - umsókn um vegsvæði.

 
Samþykkt samhljóða.

 

7. Ketilsstaðir - umsókn um vegsvæði - 1911030

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 6:
1911030 - Ketilsstaðir - umsókn um vegsvæði
Umsókn um stofnun vegsvæða vegna uppbyggingar Snæfellsvegar um Skógarströnd.


Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

Ketilsstaðir - umsókn um vegsvæði.


Samþykkt samhljóða.

 

8. Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss - 1912001

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 7:
1912001 - Miðbraut 15 - Breyting á notkun húss
D9 ehf. óskar eftir því að breyta notkun hússins úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að húsnæðið uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

9. Umsókn um byggingarleyfi - breyting (Dalakot í Hörðudal). - 1909001

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 9:
1909001 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting
Sótt var um breytingu á notkun núverandi íbúðarhúss í Dalakoti. Svæðið er ekki deiliskipulagt og fór því fram grenndarkynning á breytingunni.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins fór fram og voru engar athugasemdir gerðar.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

10. Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús (Bergsstaðir í Haukadal). - 1909003

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 10:
1909003 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús
Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðarhús. Grenndarkynning á breytingunni hefur farið fram.

 
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins fór fram og voru engar athugasemdir gerðar.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

11. Skógrækt á jörðinni Hóli í Hvammssveit - umsókn - 1910024

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 11:
1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Frestað frá síðasta fundi. Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi en vinna við endurskoðun þess hefst fljótlega í byrjun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

 

Tóku til máls: Einar Jón, Eyjólfur, Ragnheiður.
Einar Jón leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á jörðunni Hóli í Hvammssveit, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða og Minjastofnunnar.
Tóku til máls: Eyjólfur, Anna Berglind:
Tillagan felld með 5 atkvæðum (PJ, EIB, SHS, RP, ABH) gegn einu (EJG) og einn sat hjá (ÞJS).

 

Tillaga umhverfisnefndar lögð fram.

 
Samþykkt með sex atkvæðum (PJ, ABH, SHS, EIB, RP, ÞJS), einn situr hjá(EJG).

 

12. Sumarhús á Reynikeldu II á Skarðsströnd - 1912007

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 12:
1912007 - Sumarhús á Reynikeldu II á Skarðsströnd
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús á Reynikeldu II á Skarðsströnd

 
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að öll gögn og leyfi liggi fyrir í málinu áður en framkvæmdir hefjast.

Samþykkt samhljóða.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

13. Iðjubraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 1912008

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 13:
1912008 - Iðjubraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
RARIK OHF. sækir um að setja upp einingahús á lóð RARIK að Iðjubraut 2.
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Samþykkt samhljóða.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

14. Veiðihús í Ytra-Fellslandi - 2117710 - 1910012

Úr fundargerð 100. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 06.12.2019, dagskrárliður 3:
1910012 - Veiðihús í Ytra-Fellslandi - 2117710
Ósk um niðurrif veiðihúss í Ytra Fellslandi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið gegn skriflegu samþykki landeigenda.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Pálmi víkur af fundi


15. Skoðun á sameiginlegu mötuneyti Silfurtúns og Auðarskóla. - 1905013

Úr fundargerð 28. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns, 03.12.2019, dagskrárliður 2:
"Samningur um mötuneyti Silfurtúns rennur út um mánaðarmótin maí/júní á næsta ári. Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á einu mötuneyti fyrir Silfurtún og Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða."

 

Tóku til máls: Ragnheiður, Þuríður.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.


Pálmi kemur inn á fund.

 

16. Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 1912006

Fært í trúnaðarbók vegna persónuverndar.

 

17. Skólastefna Dalabyggðar - 1809023

Úr fundargerð 94. fundar fræðslunefndar 04.12.2019, dagskrárliður 1:
1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Kynning á drögum um skólastefnu Dalabyggðar
Fræðslunefnd samþykkir skólastefnu 2019-2022 og leggur hana fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða

 

Tók til máls: Sigríður.

 

Skólastefnan samþykkt samhljóða.

 

18. Starfsáætlun Auðarskóla 2019-20 - 1911026

Úr fundargerð 94. fundar fræðslunefndar 04.12.2019, dagskrárliður 2:
1911026 - Starfsáætlun Auðarskóla 2019-20
Kynning á starfsáætlun Auðarskóla vegna starfsársins 2019-20
Uppfæra þyrfti starfsmanna- og skólaakstursstefnur Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða

Tóku til máls: Kristján, Sigríður.

 
Tillaga um að uppfæra starfsmanna- og skólaskstursstefnur Dalabyggðar.

 
Samþykkt samhljóða.

 

19. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011

Erindi frá menningarmálanefnd um að Staðarfell verði skoðað sem framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalamanna.

Tóku til máls: Einar Jón, Ragnheiður, Kristján, Eyjólfur.

 

Oddviti bar upp tillögu frá Menningarmálanefnd.


Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir formlegum viðræðum við ríkið um að Dalabyggð fái eignirnar á Staðarfelli til fullra umráða til langs tíma, með það að markmiði að koma þar upp Menningarsetri Dalasýslu, sem m.a. myndi hýsa Byggðasafn Dalamanna og eftir hentugleikum, skjalasafn og annað það sem fallið getur með þeirri starfsemi.


Samþykkt samhljóða.

 

20. Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna lagabreytinga - 1912005

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum

 

Tók til máls: Kristján.


Byggðarráði falið að endurskoða samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.


Samþykkt samhljóða.

 

21. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019 - 1901005

Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál.
Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.
Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.

Tók til máls: Sigríður.


Tillaga um að sveitarsjóri sendi inn umsögn um þingsályktun um samgönguáætlun.


Samþykkt samhljóða.

 

22. Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu - 1908001

Tilboð vegna örútboðs voru opnuð 11. desember. Fjögur tilboð bárust.

 

Dalabyggð mun fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi stofnunarinnar.

 
Samþykkt samhljóða.

 

23. Byggðarráð Dalabyggðar - 237 - 1911004F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

24. Byggðarráð Dalabyggðar - 238 - 1911006F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

25. Fræðslunefnd Dalabyggðar - 94 - 1910002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

26. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 99 - 1910011F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

27. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 100 - 1911001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

28. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 28 - 1911003F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

29. Fundargerðir Eiríksstaðanefndar 2019 - 1905009

Fundargerð 16. fundar Eiríksstaðanefndar, 18. nóvember 2019.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

30. Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 1911021

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

31. Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2019 - 1902027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

32. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 1902003

Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. 29.11.2019 lögð fram.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

33. Gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands hf. - 1912017

Gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands hf lögð fram til kynningar.

 

34. Skýrsla frá sveitarstjóra. - 1901014

Lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lesin yfir, samþykkt og undirrituð. Næsti fundur sveitarstjórnar verður 16. janúar 2020.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

 


 Til baka