Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Laus störf í Dalabyggð og nágrenni


 

Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.

 

Auðarskóli - tónlistarkennari

Við Auðarskóla er laus 70% staða tónlistarkennara við tónlistardeild skólans frá og með 1. janúar 2019.

Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu.

Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2018.

Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 430 4757.

Birt 22. nóvember 2018

Auðarskóli - skólaliði

Auðarskóli óskar eftir að ráða í stöðu skólaliða við grunnskóladeild Auðarskóla frá og með 15. ágúst 2018. Um er að ræða 100% stöðu. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018.

Helstu verkefni eru starf með börnum í gæslu og þrif á skólanum. Unnið er samkvæmt starfslýsingu skólaliða.

Hæfniskröfur eru færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og stundvísi.

Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla í síma 430 4757. Umsóknir berist á netfangið hlodver @audarskoli.is.

Birt 18. júní 2018

Auðarskóli - leikskóladeild

Auðarskóli óskar eftir að ráða í stöður leikskólakennara og deildarstjóra á leikskóladeild skólaárið 2018-2019.

Við Auðarskóla er laus 100% staða leikskólakennara til framtíðar og 80% staða deildarstjóra á yngri deild leikskólans fyrir skólaárið 2018-2019.

Mikilvægt er að umsækjendur búi að

- færni í samskiptum

- frumkvæði í starfi

- sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögð

- góðri íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til 8. júní 2018.

Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í leikskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þarf að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur.

Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 430 4757.

Birt 25. maí 2018 

Auðarskóli

Starfsfólk óskast á Laugum

Ungmenna- og tómstundabúðirnar óska eftir starfsfólki frá 1. september 2018 til 31. maí 2019 í ýmis störf.

 

Sundlaugarvörður

Sundlaugarvörður óskast í Sælingsdalslaug. Um hlutastarf er að ræða. Sérstakar hæfniskröfur eru sundvarðarnámskeið sem Ungmennabúðirnar sjá um að senda einstakling á í vor og 18 ára aldurstakmark. Námskeið verður haldið að Laugum 28. maí frá kl. 9-16.

 

Ræsting

Starfsmann vantar í ræstingu, um hlutastarf er að ræða. Vinnutími samkomulagsatriði.

 

Eldhús

Aðstoðarmanneskju vantar í eldhús. Á Laugum koma nemendur fyrir hádegi á mánudögum og fara heim fyrir hádegi á föstudögum. Aðal vinnutími er í kringum hádegi og kvöldmat.

 

Frístundaleiðbeinandi

Frístundaleiðbeinandi hefur m.a. umsjón með þeim námskeiðum og kvöldviðburðum sem eru. Við leitum af starfmanni með leiðtogahæfileika, reynslu í starfi með unglingum og góða samskiptafærni. Sérstakar hæfniskröfur eru sundvarðarnámskeið sem Ungmennabúðirnar sjá um að senda einstakling á og 25 ára aldurstakmark.

 

Allir umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð, sveigjanleika, samviskusemi, jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 861 2660 eða á laugar@umf.is. Á vefsíðunni www.ungmennabudir.is er hægt að fá upplýsingar um búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 1. júní. Umsóknum skal skilað rafrænt á laugar@umfi.is.

 Birt 9. maí 2018

Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2018-2019

Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 60% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019.

Kennsla á unglingastigi í smíðum, ensku og dönsku.

Kennsla á miðstigi í stærðfræði, íslensku, dönsku og upplýsingatækni.

Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu.

Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu.

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2018.

Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 430 4757.

Birt 2. maí 2018

Starf á verkstæði KM þjónustunnar

Bifvélavirki eða vanur viðgerðarmaður óskast til sumarafleysinga á verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal. Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Karl í síma 895 6677.

KM þjónustan

Birt 24. apríl 2018

MS Búðardal – atvinna í boði

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til framleiðslustarfa. Um framtíðarstöf er að ræða. 

Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, netfang ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, netfang elisabets@ms.is

MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum.  

Birt 18. apríl 2018