Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Gunnarsbraut 11

Reglur um úthlutun íbúðar eldri borgara og lífeyrisþega


 

1. gr.

Umsóknir skulu vera skriflegar.

 

2. gr.

Umsækjendur um íbúðir aldraðra skulu hafa náð 67 ára aldri eða njóta örorkulífeyris og skal það gilda fyrir minnst annan aðila við hjónaumsókn. Umsækjendur skulu hafa átt lögheimili í Dalabyggð í 2 ár hið minnsta. Hjón eða sambúðaraðilar sem bæði uppfylla þessi skilyrði njóta forgangs fram yfir aðra.  

 

3. gr.

Byggðarráði er heimilað að úthluta íbúðum á öðrum forsendum en um getur í 2. gr. að því gefnu að aðrir umsækjendur uppfylli ekki umsóknarskilyrði 2. gr.

 

4. gr.

Þjónustumat skal gert fyrir afgreiðslu sérhverrar umsóknar.  Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns metur félagslegar- og heilsufarslegar aðstæður umsækjanda á grundvelli umsóknar og gerir tillögu til Byggðarráðs. 

 

5. gr.

Húsaleiga skal greidd frá úthlutunardegi.

 

6. gr.

Leigugjald reiknast samkvæmt reglum íbúðalánasjóðs um leiguíbúðir.

Óski leigutaki eftir þjónustu í Silfurtúni þarf að sækja um það sérstaklega og greiða fyrir það.

  

7. gr.

Lok leigusamnings skal fara eftir ákvæðum húsaleigulaga nr. 36/1994 XI. Kafla. Uppsögn skal vera skrifleg og send með sannanlegum hætti. Uppsagnarfrestur skal vera eins og segir í 56. grein laganna.