Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Kirkjuklukka smíðuð á Sturlungaöld


 

Elsti gripurinn á safninu er kirkjuklukka úr kirkjunni í Búðardal á Skarðsströnd.

Er klukkan talin 13. aldar smíði eða frá Sturlungaöld 

 

Kirkjan í Búðardal á Skarðsströnd var í bóndaeign og stóð í margar aldir en var lögð niður með konungsbréfi 14. september 1849. Kirkjan var helguð Mikjáli erkiengli. Á miðöldum var mynd af Guðmundi góða í kirkjunni. (Heimild: Vefur Hjarðarholtsprestakalls

 

 

Búðardalur á Skarðsströnd er landmikil jörð. Áður fyrr lágu Akureyjar undir Búðardal sem og fleiri eyjar og hólmar. Sögufrægur er staðurinn, í Sturlungu er jarðarinnar oft getið. Þekktastur er þó staðurinn fyrir að þar bjó Magnús Ketilsson (f. 29.01.1732 d. 18.07.1803), sýslumaður Dalamanna 1754-1803 eða sá sem lengst hefur gengt því embætti í Dalasýslu. Fátt var honum óviðkomandi en hann gaf meðal annars út fyrst tímarit landsins í Hrappsey 1773. Hét ritið Islandske Maanedstidende.

 

Í kirkjugarði þar hvílir hinn margfróði og umtalaði veraldarklerkur, séra Friðrik Eggerz. Hann bjó í Búðardal um tíma, en lengst í Akureyjum og er ætíð kenndur við þær.

 

Kirkjuklukkan kom á Byggðasafni frá ábúendum í Búðardal og hefur því varðveist þar í rúm 130 ár eftir að kirkjan var aflögð, áður en hún kom á safnið.