Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Jón frá Ljárskógum

Jón Jónsson

1914-1945


 

Jón var fæddur 28. mars 1914 að Ljárskógum í Laxárdal. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi og ljósmyndari og kona hans Anna Hallgrímsdóttir í Ljárskógum.

 

Jón fór í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan stúdent 1934. á skólaárunum stofnaði hann ásamt þremur félögum sínum MA kvartettinn.

 

Að loknu stúdentsprófi hóf Jón nám í guðfræði við Háskóla Íslands, en hvarf frá námi og gerðist kennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði.

 

Kona hans var Jónína Kristjánsdóttir á Ísafirði og eignuðust þau einn son, Hilmar Braga.

 

Jón dó 7. október 1945 á Vífilsstöðum, ríflega þrítugur að aldri.

 

Útgefnar bækur

Syngið strengir 1941

Gamlar syndir og nýjar 1947

Ljóð Jóns frá Ljárskógum 1976

Kveðja heimanað 2003. Nótnahefti með 29 lögum Jóns.