Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna
    
Skáldatal
Lauga-Magnús

1763-1840


 

Magnús Jónsson var fæddur í Miðfirði og fylgdi einstæðri móður sinni víða um Húnavatnssýslu. Gerðist síðan vermaður undir Jökli og stundaði smíðar. Bjó frá 1787 í Magnússkógum í Hvammssveit og síðast að Laugum í Sælingsdal. Hefur einnig verið kenndur við Magnússkóga.

 

Magnús var eitt afkastamesta rímnaskáld 19. aldar. Prentaðir hafa verið tveir rímnabálkar; Bernódusarrímur og Rímur af Gríshildi góðu. Þá hafa og margar lausavísur hans lifað, en hann þótti heldur níðskældinn og ekki alveg laus við smákerskni.