Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Bæjarbruni á Staðarfelli


 

Um veturinn 1808 brann bærinn á Staðarfelli allur að köldum kolum. En fyrir neðan bæinn á Staðarfelli framan í sjóvarbökkunum var stór steinn sem sagt var að álfkona byggi í, en af því að hrynur úr bökkunum þá stóð steinninn hálfur fram af, en sat þó fastur ef ekki var við átt, og hafði staðið svo lengi, en öllum var boðin varúð að glettast við steininn. En skömmu áður en brann gjörðu vinnumennirnir það af flensi að þeir hrundu steininum fram í sjó, en nóttina eftir dreymdi Benedikt gamli Bogason álfkonuna, og sagði að honum mundi ekki verða betra af því að menn hans hafi glest við húsið sitt, og skömmu síðar brann bærinn og rættist svo spáin.

Eftir handriti Guðbrands Vigfússonar og sögn föður hans.