Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Karl og Kerling

 

Tvö tröll framan úr Breiðafjarðardölum tóku sig til eina nótt og brugðu sér vestur yfir Breiðafjörð, vestur Flateyjarlönd. Sóttu þangað ey eina sem þau ætluðu að gefa Snóksdalskirkju og fara með hana með sér suður í Snóksdalspolla; þeir eru fyrir norðan mynnið á Hörðudal í Breiðafjarðardölum, við Hvammsfjörð. Karlinn gekk á undan og teymdi eyna, en kerling rak á eftir. Nú segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þau voru komin með eyna suður yfir Breiðafjörð og inn á Hvammsfjörð. En þegar þau voru komin með eyna suður yfir Breiðafjörð og inn á Hvammsfjörð. En þegar þau voru komin með hana framundan Staðarfelli dagaði tröllin uppi svo eyjan varð kyrr í Staðarfellslöndum og er hún þar enn í dag og heitir Lambey. Karl og kerling urðu við það bæði að steindröngum, karlinn fyrir innan eyna því hann var á undan og er bilið svo lítið milli hans og eyjarinnar að þar má stíga á milli; karlinn er sjálfur hár og mjór steindrangi. Kerlingin varð að steindranga fyrir utan eyna og er hún lengra frá eynni en karlinn; hún er og nokkru lægri en hann, en góðum mun gildari. Drangar þessir heita enn Karl og Kerling.

 Eftir frásögn Vigfúsar Grímssonar.