Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Sækýr í Haukadalsvatni


 

Vatn það sem er í Haukadal vestra er djúpt mjög og ætla menn það hafi undirgöng við sjóinn. Þykjast menn oft heyra dunur í vatninu og oft brýtur ís af því í frosti. Einu sinni í fyrndinni er mælt að bóndinn á Vatnshorni hafi fyrir dag á útlíðanda sumri komið í fjós sitt. Lét hann það standa opið ef kýr kynnu að koma heim. En er hann kom í fjósið var það fullt af átján kúm, sægrám. Voru þær alveg eins og aðrar kýr nema hvað blaðra var á nösum þeirra. Kýrnar ruddust út, en bóndi greip varefli og tókst honum að sprengja blöðruna á níu kúm. Sluppu hinar í vatnið, en þær sem blaðran var sprengd á urðu eftir því þær voru í eðli sínu orðnar að landkúm. Þær voru allar bestu kýr og eru enn margar kýr af kyni þeirra um Dali.