Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Skónála-Bjarni og álfkonan


 

Um áramót eru fardagar álfa og huldufólks og margt að varast. Í þessum vísum segir frá samskiptum Skarðsstrendings eins við álfakonu eina er reynir að ginna hann.

 

Skónála-Bjarni í selinu svaf,
segja vil ég þér nokkuð þar af,
kom til hans álfkona fögur og fríð,
sá hann enga vænni um sína lífstíð.
 
Á bláu pilsi, en beltið var vænt,
bundið um ennið silkiband grænt,
skautfald háan, hvítan sem ull,
á hendinni bar hún þríbrotið gull.
 
Fæturnir voru rauðir sem rós,
rétt voru lærin fögur, sem ljós,
hofmanna staðurinn hærður svo vel,
sem hnakki á sólþurrum kópsel.

 

Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1862. 

Skráð af Sigurði málara Guðmundssyni 1858.