Skipulags- og byggingarmál
Í skipulags- og byggingarlögum er kveðið á um að allt land sé skipulagskylt. Bygging húsa, mannvirkja og aðrar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.
Umhverfisráðuneytið fer með skipulags- og byggingarmálefni.
Skipulagsstofnun sinnir afgreiðslu skipulags- og byggingarmála, umhverfismati áætlana og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og veitir ráðgjöf og leiðbeiningar í framangreindum málaflokkum.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á gerð skipulagsáætlana og skal starfa sérstök skipulagsnefnd í hverju sveitarfélagi. Með nefndunum skal starfa skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi.
Byggingar- og skipulagsfulltrúi fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólahrepp er Kristján Ingi Arnarsson.
Varðandi skipulags- og byggingarmál í Árneshreppi skal haft samband við oddvita Árneshrepps um nánari upplýsingar.
Í Dalabyggð falla skipulags- og byggingarmál undir Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar.
Í Reykhólahreppi fer skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefnd með skipulags- og byggingarmál.