Reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð hafa verið samþykktar í félagsmálanefnd og sveitarstjórn. Reglur þessar eru settar samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og öðlast þegar gildi.
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður.
Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu og við umönnun barna, auk þess að veita félagslegan stuðning.
Ekki er tekin greiðsla fyrir félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð.

Reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei