Héraðsskjalasafn Dalasýslu

Miðbraut 11, Búðardal
Síminn er 430 4700
Netfang er safnamal @ dalir.is
Héraðsskjalavörður er Valdís Einarsdóttir í 30% starfshlutfalli

Héraðsskjalasafn Dalasýslu er opinbert skjalasafn fyrir sveitarfélagið Dalabyggð og starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Heimildir um jarðir í Dalabyggð

Opnunartímar

Héraðsskjalasafnið er opið eftir samkomulagi við héraðsskjalavörð.

Safnið veitir almenningi aðgang að skjölum á safninu nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi.

Einkaskjalasöfn

Safnið tekur á móti skjölum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á starfsvæðinu.

Munir og ljósmyndir eru afhentar Byggðasafni Dalamanna til skráningar og birtingar í gagnagrunninum Sarpi (www. sarpur.is).

Opinber skjalasöfn

Héraðsskjalasafn Dalasýslu tekur við skjölum afhendingarskyldra aðila á sveitarstjórnarstiginu í Dalabyggð.

Skilaskildir aðilar eru sveitarstjórnir, sýslunefnd, héraðsnefnd, byggðasamlög, hreppstjórar og sóknarnefndir. Sama gildir um embætti, stofnanir og fyrirtæki á vegum þessara aðila. Ennfremur félög og samtök sem njóta verulegra styrkja af opinberu fé.

Skilaskyld skjöl skal afhenda héraðsskjalasafni eigi síðar en þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Miða skal við síðustu innfærslu í bók eða síðasta bréf afgreidds máls.

Sóknarnefndir í Dalabyggð eru skilaskyldar til Héraðsskjalasafns Dalasýslu.

Þeir sem hafa undir skilaskyld skjöl sem að þeirra mati eiga heima á Héraðsskjalasafninu eru beðnir að hafa samband við héraðsskjalavörð.

Saga Héraðsskjalasafns Dalasýslu

Héraðsskjalasafn Dalasýslu var stofnað 1987 fyrir tilstuðlan Einars Kristjánssonar (1917-2015) fyrrverandi skólastjóra Laugaskóla.

Enginn starfandi héraðsskjalavörður var til 2010, en síðan hefur verið starfandi héraðsskjalavörður í 25-30% starfshlutfalli.

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei