Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Héraðsskjalasafn Dalasýslu

Landamerki - heimildir


 

Tilgangurinn með þessari heimildaskrá er að gera jarðeigendum auðveldara að finna gögn sem tengjast landamerkjum, örnefnum og nýtingu jarða í sveitarfélaginu. Almennt eru frumgögn varðandi landamerki ekki varðveitt á héraðsskjalasöfnum, heldur á Þjóðskjalasafni Íslands, en hluti þeirra er aðgengilegur  á jarðavefnum.

 

Heimildaskrá um landamerki, örnefni, nýtingu og fleira tengt jörðum í sveitarfélaginu Dalabyggð. Bæjum er raðað í stafrófsröð innan sveitarfélagaskipan eins og hún var um aldamótin 1900. Frekar eru skráðar of margar heimildir en of fáar. 

 

Skráin er enn í vinnslu og eru því allar ábendingar, leiðréttingar og viðbætur vel þegnar á netfangið safnamal@dalir.is.

 

Heimildarskrá fyrir jarðir í Dalabyggð

uppfærð 24. ágúst 2017 

 

Landamerkjabækur

Landamerkjabækur sýslumanna eru varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands og birtar á jarðavefnum.

 

Skrá yfir jarðir í stafrófsröð í landamerkjabókunum

 

Landamerkjabækur Dalasýslu 1883-1886 & 1887-1998

 

Landamerkjabækur Snæfells- og Hnappadalssýslu eru á Þjóðskjalasafni Íslands. Verið er að vinna í því að koma þeim á jarðavefinn. Þar til því verki er lokið skal fyrirspurnum beint á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.

 

Nauðsynlegt getur verið að flétta upp á landamerkjum aðliggjandi jarða og eru á jarðavefnum landamerkjabækur Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, Strandasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu.

 

Fasteignamat

Í fasteignamati má oft finna ýmsar upplýsingar um jarðir. Sérstaklega skal bent á fasteignamatið 1916-1918. Í undirmatinu er jörðum og húsakosti jarða lýst nokkuð ítarlega og taldir fram kostir og gallar jarða. Þar er má finna landamerki jarða eða tilvísanir í skráð landamerki. Eldri fasteignamöt eru varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands og birt á jarðavefnum.

 

Dalasýsla        Snæfells- og Hnappadalssýsla

  Jarðamat 1804

  Jarðamat 1804

  Jarðamat 1849-50

  Jarðamat 1849-1850

  Yfirmat 1916-1918

  Yfirmat 1916-1918

  Undirmat 1916-1918 I

  Undirmat 1916-1918

  Undirmat 1915-1918 II

 

 

 

Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn

Bréf, gjörningar, dómar, máldagar og aðrar skrár 834-1589

16 bindi alls. Er t.d. að finna rafrænt á baekur.is.

 

Í vinnslu er skrá um þau skjöl er tengjast Dalasýslu og Skógarströnd er einnig að finna hér. Þar sem skráin er enn í vinnslu geta leynst fleiri skjöl í fornbréfasafninu. Ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar á netfangið safnamal@dalir.is.

 

Skrá um skjöl í fornbréfasafninu varðandi Dalabyggð

 

Kirkjujarðir

Um þær jarðir er hafa verið í eigum kirkna má hugsanlega finna upplýsingar í vísitalíubókum viðkomandi kirkju. Vísitalíubækur eru varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Afrit af vísitalíubókum Sauðafellskirkju og Kvennabrekkukirkju eru varðveitt á Héraðsskjalasafni Dalasýslu. Staðfest afrit úr þeim þarf þó að fá hjá Þjóðskjalasafni, þar sem frumritin eru varðveitt.

 

Aðrar heimildir

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.

Jarðabók Orms Daðasonar fyrir Dalasýslu 1731.

Sýslu- og sóknarlýsingar - Dalasýsla. Sögufélagið og Árnastofnun gáfu út 2003. Einar G. Pétursson sá um útgáfuna.

Ævisögur

Örnefnaskrár

Kaupsamningar